Balkh Afghanistan,
Flag of Afghanistan


BALKH
AFGHANISTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Balkh, sem er líka kölluð Wazirabad, er borg í norðurhlutanum í Balkh-héraði við ána Balkh ófjarri borginni Mazar-e Sharif.  Þessi litla borg var fyrrum fjölmennari og auðugri og var keppinautur borganna Nineveh og Babylon.  Persneski spámaðurinn Zoroaster er sagður hafa látizt í borginni.  Þegar borgin hét Bactra, var hún höfuðborg héraðsins Bactria, sem tilheyrði Persneska Keisaraveldinu frá 6.-4. öld f.Kr.  Nokkrar mikilvægar verzlunarleiðir lágu um borgina alla leið til Indlands og Kína.  Herir Alexanders mikla lögðu Bactra undir sig árið 328 f.Kr. og hún varð höfuðborg gríska konungsríkisins Bactria í kringum 256 f.Kr.  Genghis Kahn og herir hans lögðu borgina í rúst árið 1220.  Hið sama gerðist, þegar mongólski herforinginn Tamerlane kom á 14. öld.  Eftir 18. öld réðu ýmsir borginni þar til Afghanar tóku völdin árið 1950.  Áhugaverðar fornleifar er að finna innan og utan núverandi borgarmarka.  Áætlaður íbúafjöldi er 10.000.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM