Herat
er höfuðborg samnefnds héraðs við Harirud-ána.
Sagt er, að Alexander mikli hafi stofnað hana á fjórðu öld
f.Kr. Á sjöundu öld e.Kr. lögðu múslimar hana undir sig.
Tamerlane, mongólski sigurvegarinn, gerði hana að höfuðborg
sinni árið 1381 og þá varð hún jafnframt miðstöð persneskra
lista og menningar. Áhugaverðustu
staðir hennar eru grafhýsi múslima og Stóra moskan. Í borginni er aðallega verzlað með korn, ávexti, grænmeti
og sauðfé. Áætlaður íbúafjöldi
1988 var 177.300. |