Kabul Afghanistan,
Flag of Afghanistan


KABUL
AFGHANISTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Kabul er höfuðborg Afghanistans.  Borgin er við Kabulána í Kabulhéraði í u.þ.b. 1800 m hæð yfir sjó.  Hún er miðstöð menningar- og efnahagslífs landsins og hefur löngum verið hernaðarlega mikilvæg vegna legu sinnar í nánd við Khyber-skarðið í Sulaiman-fjöllum.  Iðnaður borgarinnar byggist á vefnaði, framleiðslu matvæla og efnaiðnaði.  Meirihluti íbúanna eru persneskumælandi tajiikar og pashtunar eru áhrifaríkur minnihluti.  Kabulháskóli var mikilvægasta stofnun æðri menntunar í landinu þar til honum var lokað 1992.

Kabul er forn borg, sem varð höfuðborg mógúlaríkisins árið 1504 undir stjórn Babur sigurvegara.  Delhi tók við hlutverki höfuðborgar keisaradæmisins 1526 en Kabul var áfram mikilvæg miðstöð ríkisins þar til Nadir Shah, Persakonungur, lagði hana undir sig 1738.  Árið 1747 varð borgin hluti af sjálfstæðu Afghanistan og eftir 1770 tók hún við hlutverki höfuðborgar af Kandahar.  Hún var bitbein Breta, Persa og Rússa vegna yfirráðanna í Khyber-skarði á 19. öld.  Bretar hernámu hana tvisvar, fyrst 1839-42 og 1879-80.  Eftir 1940 varð borgin að miðstöð iðnaðar í landinu.

Sovétríkin hernámu borgina 1979 og herir þeirra yfirgáfu Afghanistan ekki fyrr en árið 1989.  Í janúar, árið 1994 brutust út blóðug átök milli fylgismanna Burhanuddin Rabbani, forseta landsins, ogGulbuddin Hekmaryar, forsætisráðherra.  Þessi átök stóðu yfir árum saman, þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar reynduað stilla til friðar, og þar stóð vart steinn yfir steini eftir eldflauga- og stórskotaliðsárásir.  Talibanar, bókstafstrúaðir múslimar, sem höfðu þegar náð mestum hluta landsins á sitt vald, lögðu Kabul undir sig í september 1996  Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar árið 1991 var 1,4 milljónir.

Mynd:  Konungshöll Amanulla 2004.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM