Kandahar Afghanistan,
Flag of Afghanistan


KANDAHAR
AFGHANISTAN
.

.

Utanríkisrnt.

Kandahar er höfuðborg samnefnds héraðs og aðalviðskiptamiðstöð landsins.  Hún er á frjósamri hásléttu með áveitum í 1036 m hæð yfir sjó.  Helztu framleiðsluvörur hennar eru ávextir, korn, tóbak, silki, baðmull og ull.  Þar eru ávaxtaverksmiðjur, niðursuða og vefnaðarframleiðsla.  Helztu skoðunarstaðir eru markaðir (bazaar) og moskur, grafhýsi fyrsta emirs landsins, Ahmad Shah og nálægar rústir upprunalegu borgarinnar, sem turkomanski leiðtoginn Nadir Shah lét leggja í rústir 1738.  Á árunum 1979-89, þegar Sovétmenn herjuðu í landinu, var stór herstöð við Kandahar.  Sagan segir, að Alexander mikli hafi stofnað borgina.  Áætlaður íbúafjöldi 1989 var 203.000.


 TIL BAKA           Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM