Tæland,
Flag of Thailand

MONSÚN
MISSERISVINDAR

Meira

TÆLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of ThailandTæland er í Suðaustur-Asíu, norðan við Síamsflóa og á hluta Malakkaskagans.
Nágrannaríki:  Myanmar (Búrma; v og nv), Laos (na og a), Kambútsea (sa) og Malasía (s).  Flatarmál:  513.115 km².

Landslag:  Menamláglendið, sem teygist um árósasvæðið allt til sjávar við Síamsflóa, er inni landi. 
Í vestri og norðri eru fjöll, í norðaustri er Khorathásléttan og í suðri, á Malakkaskaga, er hálendi.


Loftslag:  Hitabeltisloftslag, sem monsúnvindarnir gera mjög rakt yfir sumarmánuðina.  Á Malakkaskaganum er úkomu að vænta allt árið.

Íbúar:  90% Tælendingar af síömskum, schan og laóskum uppruna.  Minnihlutahópar af kínverskum, malaæ og indverskum uppruna auk afkomenda fjallafólks og flóttamanna frá Vietnam, Laos og Kambódíu.  U.þ.b. 50 íbúar á hvern km².  Fjölgun u.þ.b. 2,4% á ári.  Lífslíkur 63 ár.  Ólæsi u.þ.b. 12%.  Vinnuafl u.þ.b. 25 milljónir, þar af yfir 70% í landbúnaði.

Trúarbrögð:  Nálægt 90%  Tælendinga eru Hinayana-Búddatrúar, sem þeir kalla rétttrúnað.  Hún kom fram á 3. öld f.Kr. og ruddi m.a. dýradýrkun úr vegi, þótt dýr og hindúismi komi enn þá fyrir í mörgum siðum (tælenzkt brúðkaup og Hús andanna).  Brahmin (prestar) eru einnig þátttakendur í innsetningarathöfn konunganna í Bangkok. Lög og hefðir kveða svo á, að konungurinn sé Buddhatrúar.  Hann er einnig verndari allra trúarbragða, sem eru iðkuð í ríki hans.  Næststærsti trúflokkurinn er múslimar (sunnítar;  Sunni = islamskur skóli), sem búa flestir í suðurhluta landsins.  Tala kristinna er u.þ.b. 30 þúsund.  Önnur trúarbrögð eru aðallega islam og kristni.
.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM