Tæland meira,
Flag of Thailand

MONSÚN
MISSERISVINDAR

EFNAHAGUR STJÓRNSÝSLA SAGAN  

TÆLAND,
MEIRA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of ThailandBuddhamusteri (wat) skipta þúsundum í landinu (27.000).  Þau eru venjulega í jaðri bæja og þorpa.  Þau eru girt háum veggjum og bera tælenzkri byggingarlist fagurt vitni.  Aðalkapellan (bot), sem er notuð fyrir trúarlegar athafnir, er með margra hæða þaki.  Svipað hús, sem er innri kapella (viharn), er notað til hugleiðslu og fyrir fundi.  Chedi eða stúpur eru byggingar af pagódugerð, sem hýsa trúarlega texta í bundnu máli og ösku.  Opnu salirnir eru lystihallir úr viði, sem eru notaðar til hugleiðslu og jarðarfara.

Bot hýsir altarið með einu eða mörgum líkneskjum af Buddha, sem eru misstór.  Wat Po-musterið í Bangkok hýsir risavaxið líkneski og Chiang Mai lítið kristallíkneski.  Líkneskin eru úr ýmsum efnum, steini, bronzi, tekki, gulli o.fl.  Musterin (Wat) eru ekki einungis til trúarlegra athafna og lærdóms.  Áföst þeim eru oft skólar og spítalar, aðstaða fyrir fátæka námsmenn, ferðamenn og útigangsfólk.

Tælendingar eru hjátrúarfullir.  Þeir bera gjarnan á sér verndargripi, m.a. til að bægja illum öndum frá sér.  Margir framkvæma ekki neitt fyrr en þeir hafa skoðað stjörnuspána sína.  Brúðkaup og búferlaflutingar fara ekki fram, nema staða stjarn-anna sé hagstæð.  Venjulega er hægt að finna stjörnuspámenn og lófalesara í skugga trjánna í musterisgörðunum en þeir eru flestir kínverjar.

Minnstu húsin í hofgörðunum eru Andahús (Phra-Plum), híbýli anda hofanna.  Þessi smáhýsi eru hvergi í skugga annarra húsa, því að andarnir taka sér ekki bólfestu í skugga.  Fólk skilur fórnir sínar til andann, hrísgrjón, ávexti, blóm og útskorin dýr, eftir á veröndum þeirra
. 

Tungumál:  Thai (síamska) er aðalmálið en enska er mjög útbreidd.  Mikið er um mállýzkur og einnig kínverskumælandi minnihlutahópa.

Stjórnsýsla:  Við sameiningu allra tælenzkra þjóðarbrota á Skaganum árið 1939 var tekið upp hafnið Tæland í stað Síam.  Þingbundin konungsstjórn.  Þingið starfar í tveimur deildum.  Æðsti maður ríkisins er konungurinn.  Í forsvari ríkisstjórnar er forsætisráðherrann.  Tæland er aðili að Sameinuðu þjóðunum og ýmsum sérstofnunum þeirra, ASEAN (Samband S-Asíuþjóða) og Colombo-áætluninni.  Landinu er skipt í 72 sýslur (changwat), sem síðan er skipt í hreppa og sveitarfélög.

Borgir:  Höfuðborgin er Bangkok.  Önnur stærst er Chiang Mai.

Atvinnuvegir: 
Landbúnaður:  Sykurreir, hrísgrjón, tapioka (mjöl úr maníokrótinni),   maís, kókoshnetur, kátsjúk.
Jarðefni:  Tin, brúnkol, jarðolía, eðalsteinar.
Iðnaður:  Vefnaður, niðursoðin matvæli, bílasamsetning.
Ferðaþjónusta.
Innflutningur:  Vélar, efnavörur.
Útflutningur:  Hrísgrjón, kátsjúk, tin, tekk.

Brúttóþjóðartekjur:  U.þ.b. 41 milljarður Bandaríkjadala á ári (1997).

Fjöldi fólks af tælenzku kyni býr á Íslandi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM