Tæland stjórnsýsla,
Flag of Thailand


TÆLAND
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Byltingin árið 1932 breytti þjóðfélaginu úr einveldi í þingbundið konungsríki.  Síðan þá hefur herinn hrifsað til sín völdin af og til en er eins og stendur (2002) borgaralegt lýðveldi.  Fimmtánda stjórnarskrá landsins tók gildi 1991 og var breytt 1992.

Framkvæmdavald.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1991 er konungurinn æðsti maður landsins og yfirmaður heraflans.  Forsætisráðherrann er æðsti maður framkvæmdavaldsins.  Samkvæmt breytingum á stjórnarskránni 1992 verður hann að vera þingmaður í neðri Deild.  Hann getur gripið til allra ráða til að viðhalda stöðugleika innanlands.  Eins og staðan er nú (2002) ræður herinn miklu um stjórn landsins, þótt svo eigi að heita, að borgararnir stjórni.

Löggjafinn
.  Löggjafarþingið starfar í tveimur deildum, efri með 270 þingmenn, sem eru kosnir til fjögurra ára í senn, og neðri með 391, sem konungurinn skipar til fjögurra ára.

Dómsvaldið.  Hæstiréttur landsins heitir Sam Dika.  Hall fellir lokaúrskurði í einka- og sakamálum.  Sérstakur áfrýjunardómstóll, Sarn Uthorn, hefur lögsögu í öllum málum.  Innan kerfis héraðsdóma eru m.a. sýslumenn, sem hafa takmarkað dómsvald í einka- og sakamálum en héraðsdómarnir sjálfir hafa ótakmarkað dómsvald.  Einka- og sakdómar hafa óskorað vald í Bangkok og Thon Buri.  Stjórnarskráin frá 1991 kveður rækilega að sjálfstæði dómstóla.

Sveitar- og borgarstjórnir.  Hvert hinna 73 héraða (changwad) landsins er undir stjórn landstjóra, sem ríkisstjórnin skipar.  Embættismenn héraðanna (amphur) eru líka skipaðir.  Bæði skipaðir og kjörnir fulltrúar stjórna stóru borgunum og æðstu embættismenn eru kosnir í almennum kosningum. 

Stjórnmálaflokkar eru fjölmargir í landinu og flestar kosningar leiða til samsteypustjórna.  Stærstu flokkarnir um þessar mundir (2002) eru Nýi vonarflokkurinn, Jafnaðamannaflokkurinn, Chart Thai, Chart Patthana, Aðgerðaflokkur alþýðu og Palang Dharma.

Heilbrigðis- og félagsmál.  Félagsmálastofnun annast almannavarnir, barnavernd og umönnun fatlaðra og fátækra.  Sérstökum verkefnum var hleypt af stokkunum á níunda áratugnum til að aðstoða fjallaættkvíslirnar í norðurhlutanum og flóttamenn frá Víetnam og Kambódíu í austurhlutanum.  Einkarekin heilsugæzla er viðbót við hina opinberu.  Árið 1996 voru lífslíkur frá fæðingu í kringum 65 ár hjá körlum og 73 ár hjá konum.  Í landinu störfuðu þá í kringum 12.520 læknar og í sjúkrahúsum voru 90.740 sjúkrarúm.

Hermál.  Tælendingar eru bundnir tveggja ára herskyldu á aldrinum 21-30 ára.  Árið 1996 voru 150.000 manns í landhernum, 43.000 í flughernum og 66.000 í sjóhernum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM