Ræktun, vinnsla og útflutningur
landbúnaðarafurða, einkum hrísgrjóna, hefur verið hefðbundinn
burðarás efnahagslífsins í Tælandi.
Verðsveiflur á heimsmarkaði gera efnahagslífið óöruggt
en engu að síður er það stöðugra en víða annars staðar í Asíu.
Til að draga úr áhrifum þessara sveiflna hefur verið gripið
til tæknivæðingar í landbúnaði og uppbyggingar annarra
atvinnuvega. Áveitur
hafa gert hrísgrjónaræktina stöðugri.
Iðnvæðingin hefur aðallega byggzt á erlendri fjárfestingu
á níunda og tíunda áratugi 20. aldar. Á þessu tímabili var hagvöxtur allt að 7½% (1993).
Ferðaþjónustunni óx fiskur um hrygg á tíunda áratugnum.
Verg þjóðarframleiðsla árið 1994 var 130 miljarðar US$
(2210.- á mann). Fjárlög
1995 námu 28,4 miljörðum US$.
Landbúnaður. Tæland
er meðal aðalræktenda hrísgrjóna í heiminum, þrátt fyrir að
meðaluppskera á hvern hektara sé lág, og er í öðru sæti í útflutningi
þeirra á eftir BNA. Árið
1994 var meðaluppskeran 18,5 miljónir tonna en árið 1960 var hún
11,3 miljónir tonna. Næstveigamesta uppskeran er safi gúmmítrjánna á
plantekrunum á Malakkaskaga. Árið
1994 voru 1,68 miljónir tonna framleiddar.
Mikið er ræktað af maís, sorghum, kassava, sykurreyr, baðmull,
tóbaki, kókoshnetum og kenaf. Kvikfjárræktin
byggist á buffölum (4,3 miljónir 1994), nautgripum (7,6), svínum
(4,9) og hænsnum (127).
Skógarhögg og
fiskveiðar.
Í kringum 28% heildarflatarmáls landsins eru skógi vaxin.
Verðmætustu afurðir þeirra er harðviðurinn.
Árið 1993 voru unnar 38 miljónir rúmmetra af honum.
Fiskveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur.
Árið 1993 nam heildarafli rækju, fiski og skelfiski 3,4 miljónum
tonna.
Jarðefni. Tæland
er meðal mestu tinframleiðenda heims.
Tinið er aðallega numið á Malakkaskaga.
Auk tinsins er talsvert af brúnkolum, gipsi, sínki, blýi, járni,
tungsten, antimony og manganese grafið úr jörðu.
Iðnaður. Í
kringum 15% vinnuaflsins eru bundin í iðnaði.
Framleiðsla matvæla (hrísgrjón, sykur), vefnaðarvöru og
elektrónískra tækja er efst á listanum.
Einnig er framleitt sement, farartæki, vindlingar og margs
konar efna- og olíuvörur.
Orkumál.
Árið 1992 framleiddi Tæland 60 miljarða kWh af rafmagni (3
miljónir árið 1968). Rúmlega
85% raforkunnar eru framleidd með eldsneyti (brúnkol, innflutt olía)
og 15% með vatnsorku. Nokkuð
er flutt inn af raforku frá Laos.
Fjármál.
Gjaldmiðill landsins er baht = 100 satang. Tælandsbanki (1942) er seðlabanki landsins.
Víða eru viðskiptabankar, bæði innlendir og erlendir.
Utanríkisviðskipti.
Árið 1993 nam verðmæti útflutnings 37,2 miljörðum US$ og
innflutnings 46,2 miljörðum. Helztu
útflutningsvörur landsins voru vefnaðarvara, elektrónísk tæki,
hrísgrjón, gúmmí, tin, kassava, sykur og rækjur.
Helztu innflutningsvörur voru eldsneyti og olíuvörur, vélbúnaður,
samgöngutæki, efnavörur, járn og stál og rafvélar.
Helztu viðskiptalönd voru Japan, BNA, Singapúr, Þýzkaland,
Malasía, Kína, Hongkong, Bretland og Holland.
Samgöngur.
Járnbrautakerfi landsins (3870 km) er í eigu ríkisins.
Það byggist á sporum, sem geisla út frá Bangkok, alla leið
til Chiang Mai í norðri, landamæra Malasíu í suðri, Ubon í
austri og þaðan til Thani (og Vientian í Laos). Einnig liggja spor að landamærum Myanmar í norðaustri.
Áin Chao Phraya er skipgeng 80 km frá ósum og gegnir
veigamiklu hlutverki í flutningum.
Vegakerfið er rúmlega 46.000 km langt.
Flugfélag Tælands annast bæði innan- og utanlandsflug.
Bangkokhöfn er meðal nútímalegustu hafna í Suðaustur-Asíu
og þjónar einnig hinu landlukta ríki Laos.
Fjölmiðlar.
Árið 1994 voru 1½ miljón sima í landinu.
Árið 1993 voru 6½ miljón sjónvarpstækja og tæplega 11
miljónir útvarpstækja í notkun.
Í Bangkok eru tugir dagblaða gefnir út, þar af tvö á
ensku og 7 á kínversku í rúmlega 2,3 miljónum eintaka.
Tímarit eru gefin út á tælenzku, ensku og kínversku og
nokkur vikublöð eru gefin út í héruðum landsins.
Vinnuafl.
Snemma á níunda áratugnum nam vinnuafl landsins 31 miljón. Rúmlega 40% þess var bundið í landbúnaði.
Þá störfuðu í kringum 530 verkalýðsfélög í landinu með
u.þ.b. 300.000 félaga. |