Bangkok Tæland,
Flag of Thailand


BANGKOK
TÆLAND
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Á síömsku heitir borgin Phra Nakhon Krung Thep, sem þýðir „Himneska borgin" eða „Borg englanna".  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 7 milljónir og 65% þeirra eru af kínverskum uppruna.  Hún er höfuðborg landsins og þar er konungshöllin .  Borgin stendur við ána Chao Phraya (Menam).  Hún er miðstöð stjórnar, menningar og viðskipta landsins.  Flugvöllur hennar, Don Muang, er hinn stærsti í Sa-Asíu og höfnin er hin stærsta í landinu.  Hún er í raun og veru sprungin og nýja höfnin í Sattahip mun að hluta taka við.  Bangkok er samgöngumiðja járnbrautanna.  Flatarmál borgarinnar er u.þ.b. 1.000 km²  án útborga en 6.500 km², séu þær meðtaldar.

Kjarni borgarinnar, sem stofnuð var árið 1782, er umflotinn bugðu árinnar Chao Phraya, er u.þ.b. 13 km² að flatarmáli og þar búa u.þ.b. 120.000 manns.  Frá 1900  stækkaði borgin í allar áttir meðfram skurðum (klongs) og götum.  Hin nýja Bangkok (Bangkok metropolis) er u.þ.b. 1565 km² að flatarmáli.  Frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur íbúafjöldi borgarinnar næstum áttfaldast.

Í gamla borgarkjarnanum er m.a. konungshöllin, mikilvæg hof, klaustur, söfn, leikhús auk ráðuneyta og fagurgrænna, ræktaðra torga.  Sunnan gamla kjarnans er kínahverfið, Sampeng, sem þekkist á fjölda verzlanaholna og vöruhúsa.

Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni hófst geysileg uppbygging höfuðborgarinnar og hún var skipulögð í alls konar hverfi (banka- og viðskiptahverfi, iðnaðarhverfi, skemmtigarða og skemmtanahverfi).  Meðfram aðalvegum út úr borginni byggðust upp íbúðahverfi milli skurðanna auk hrísgrjónaakra og garða og í yztu úthverfum voru reist fjölbýlishús  og einbýlishús.

Nú sem fyrr er áhugavert að sigla um skurðina (klongs) og virða fyrir sér hversdagslífið í borginni.  Hægt er að komast í slíkar bátsferðir víða í borginni.

Þriðji hver íbúi Bangkok er aðfluttur.  Á hverjum morgni má sjá hundruð manna og kvenna komna um umferðarmiðstöðina til búsetu í borginni.  Þetta fólk býst við tryggri afkomu í hinni himnesku höfuðborg.  Mestur fjöldinn kemur frá fátækasta landshlutanum, sem er norðausturhlutinn og Laos, en þar er tal- og ritmálið svo til eins og í Tælandi.  Fólksfjölgunin í Bangkok verður mest vegna flutnings fólks til borgarinnar en ekki eins og í hinum dreifðari byggðum, þar sem einnig er lítið um getnaðarvarnir.  Árið 1960 voru íbúar Bangkok 1,7 milljónir en 5,4 milljónir árið 1980.

Næturlífið:  Borgin er þekkt fyrir fjörugt næturlíf.  Úrvalið er mikið, allt frá hefðbundnum tælenskum dönsum fyrir fjölskyldur og venjulega ferðamenn til nektardansa og kynlífssýninga.

Fallegar stúlkur, sem eru oftast frá fátækum þorpum í norðurhluta landsins, þekkja skemmtanalífið út í hörgul.  Light Show  eru sýningar dansara, sem eru berir að ofan, á fyrstu hæð skemmtistaðanna.  Uppi á lofti er stundað vændi og varðmenn gera viðvart, ef lögreglan kemur of nærri.  Geri lögreglan rúmrusk, eru gestirnir ekki handteknir.  Gagnkynhneigðir karlmenn, sem vilja gera sér glaða nótt í Bangkok, verða að gæta sín á því, að stundum geta fallegar „stúlkur" verið klæðskiptingar.  Einn af vinsælustur kabarettunum í borginni er Calypso, sem klæðskiptingar annast.

Fjörugasta næturlífið er í einkagötum homma eins og Patpongs I, II og III.  Þar er aragrúi neonskilta og diskótónlist.  Samkeppni skemmtistaðanna um viðskiptavinina er mikil.

Í Patpong-hverfinu á milli Silom- og Suriwongswe Road eru skemmtistaðir með go-go tónlist, kynlífssýningum og sérstaklega vingjarnlegum þjónustustúlkum.  Í Silom Plaza við Silom Road eru margir barir, veitingastaðir og Freakoutdiskótek.  Tælenzkir uppar stunda staði við Sarasub Road (á móti Lumpini Park), þar sem leikinn er góður djass og Brown Sugar Club negratónlist.  Chamois, Soi Langsuan 41, út frá Ploenchit Road, er glæsilegur skemmtistaður, sem er opinn frá kl. 20:00 til 01:00.  Fylgdarþjónustur útvega konum og körlum félaga.  Gestamóttöku hótelanna mæla gjarnan með þessum fyrirtækjum.  Enginn, sem fer út í nóttina í Bangkok, er lengi einn.

Tælenzkir karlar vilja skemmta sér saman.  Konurnar þurfa ekki að sitja auðum höndum á meðan.  Nuddstofan Chippendale's, við hliðina á Mannhattahótelinu, var hin fyrsta til að opna dyr sínar fyrir þeim.  Þar velja konurnar sér velvaxna félaga til að tala við, dansa við og gamna sér með.  Aukaþjónusta fer eftir samkomulagi.  Viðskiptavinirnir eru venjulega ríkt millistéttarfólk.

Samkvæmt svissneskri talningu ÁRIÐ 1994 voru 97 næturklúbbar, 119 nuddstofur, 248 (dulbúin) vændishús og 394 veitingastaðir með diskótónlist í borginni.  Fjöldi ástarhótela skiptir hundruðum (flestir nota gistiheimili).  Viðskiptavinirnir leggur bílum sínum fyrir utan herbergi, tjald fellur fyrir aftan hann og borgunin fer fram í gegnum lúgu.  Sums staðar eru einungis skaffaðar mottur.  Staðir í dýrari kantinum eru búnir speglum í lofti, uppbúnum rúmum o.fl.  Líkamsnudd þýðir kynlíf.  Fyrir það er krafizt gjalds fyrir hvern klukkutíma og upphæðin, sem gefin er í þjórfé, fer venjulega eftir aukaþjónustunni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM