Nakhon Ratchasima Tæland,
Flag of Thailand


NAKHON RATCHASIMA
TÆLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nakhon Ratchasima er höfuðborg samnefnds héraðs við Mun-ána.  Hún er á suðurhluta Khorat-sléttunnar og er mikilvæg samgöngumiðstöð á þeim slóðum.  Borgin þróaðist smám saman eftir að Khorat- (norðaustu-) járnbrautin var lögð árið 1900 og nú eru þar verkstæði járnbrautanna, hrísgrjóna- og sykurverksmiðjur.  Mikið er verzlað með landbúnaðarafurðir (hrísgrjón, kvikfé, maís, silki, tóbak, baðmull, húðir o.fl.).  Borgin er setur tækniskóla og kennaraskóla.  Upphaf borgarinnar má rekja til byggðar, sem hófst á 17. öld, en hún var í rauninni stofnuð á Ayutthaya-tímanum og var þá kölluð Khorat eða Korat.  Önnur nöfn á borginni eru Nakon, Nagor Rajasima eða Rajsima.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var í kringum 191.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM