Chiang Mai Tæland,
Flag of Thailand


CHIANG MAI
TÆLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Chiang Mai (Chiengmai or Kiangmai) er höfuðborg Chiang Mai-héraðs við Ping-ána, u.þ.b. 130 km frá landamærunum að Myanmar (Burma).  Hún er meðal stærstu borga landsins og miðstöð viðskipta í norðurhlutanum og járnbrautasamgangna.  Margir ferðamenn leggja leið sína að rústum gömlu borgarinnar frá 13.-14. öld á vesturbakka árinnar og til Wat Phra Dhat Doi Suthep-hofsins, sem er talið hýsa búddaminjar.  Viðskipti borgarbúa byggjast á tekki, landbúnaðarafurðum, silfurmunum, tréskurðarmunum, leirmunum og ýmiss konar munaðarvöru.  Chiang Mai-háskóli var stofnaður 1964 og Tækniháskóli Norður-Tælands 1957.  Flestir íbúar borgarinnar eru lao-menn.  Borgin var stofnuð árið 1296 á grunni 11. aldar byggðar sem höfuðborg og trúarmiðstöð Lanna Thai-konungsættarinnar.  Hún var hluti af Burma (Myanmar) frá 1558-1775.  Eftir það var hún að mestu sjálfstæð þar til hún var innlimuð í núverandi Tæland seint á 19. öldinni.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var rúmlega 170 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM