Nafnið
Nepal náði upprunalega aðeins yfir Kathmandudalinn og nánasta
umhverfi hans, en nær nú yfir allt konungsríkið í suðurhlíðum
Himalajafjalla, sem er u.þ.b. 800 km langt og 200 km breitt.
Lega þess er milli 26°20' og 30°10'N og 80°15' og 88°10'A.
Landið er að mestu
fjalllendi, 65% þess liggja yfir 1000 m yfir sjó og 28% yfir 3000 m.
Á norðurlandamærunum er hákambur Himalajafjalla með mestu
fjallarisum jarðar. Auk fjölda
fjallstinda, sem eru hærri en 7000 m, tróna þar átta aðrir yfir
8000 m (Mount Everest/Sagamatha 8848 m; Lhotse 8511 m; Dhaulagiri I 8167
m; Annapurna I 8091 m). Árnar
steypast bratt niður á Ganges-slétturnar í Indlandi og veðra landið
ört. Á síðustu fáum alda-tugum hafa þær grafið mörg þúsund
metra djúp gljúfur í fjöllin. Sunnan
Há-Himalajafjalla er miðhálendið í 600-2000 m hæð, sundurskorið
af dölum og hvilftum. Það
er kjarni landsins með þéttbýlissvæðum, einkum í aðaldölunum
tveimur, Kathmandu og Pokhara. Sunnar
eru hryggir snarbratts og dölum skorins Siwalifjallgarðsins.
Við landamæri Indlands hefst láglendið (tarai), sem lækkar hægt
og sígandi niður á Gangesslétturnar. |