Næturlífið
í Nepal er afar fábrotið. Þjóðdansa-
og söngvakvöld eru haldin í stóru hótelunum í Kathmandu á kvöldin,
s.s. Gúrkamenning í Shankar hótelinu, Lali Guras menningarmiðstöðin
í Manaslu hótelinu og Everest menningarfélagið í Lal Durbar.
Í nokkrum veitingastöðum stóru hótelanna er hægt að dansa
eftir kvöldmat (Yak & Yeti, Soaltee Oberoi Sheraton).
Góð indversk tónlist er leikin undir borðum í veitingastaðnum
Ghare-Kabab við durbar Marg. Flestum
þessum skemmtunum lýkur kl. 22:00.
Eina undantekningin er spilavítið í Soaltee Oberoi (rúlletta,
21, póker), sem er opið frá kl. 24:00 - 04:00.
Leik-
og kvikmyndahús.
Þjóðleikhúsið
(Rashtriya Nach Ghar, Kantipath) setur á svið sjónleiki á nepölsku
og dans- og söngleiki. Kvikmyndahúsin
eru fá og sýna undantekn-ingalítið indverskar myndir.
Þjóðlegar
uppákomur
Ýmiss
konar þjóðhátíðir eru einkum haldnar á tímabilinu oktober til
marz. Þá eru dansað á götum
og torgum og fólk ber skrautlegar grímur.
Í stóru hótelunum eru haldin þjóðlaga og dansakvöld allt
árið.
Íþróttir
Nú
sem fyrr koma margir ferðamenn til landsins til að fara í gönguferðir.
Nokkur stóru hótelanna bjóða sundaðstöðu og tennisvelli.
Golfleikarar ættu að kíkja í Royal Golf Club (9 holur) við
flugvöllinn. Í Gokarnagarðinum
(15 mínútna akstur frá Kathmandu) er hægt að ríða út.
Battisputalli íþróttafélagið býður veggjatennis.
Í Annapurna og Soaltee hótelunum eru ball-skákarborð.
Við nokkur hinna minni hótela, Asan, Thamel o.fl., eru leigð
út reiðhjól. Ferðaskrifstofan
International Trekkers skipuleggur svifdreka- og loftbelgjaflug.
MATUR
og DRYKKUR
Matur.
Stór
hótel og veitingastaðir á aðalferðamannastöðum bjóða vestræna
rétti. Matur innfæddra líkist
indverskum mat, þótt hann sé ekki eins fjölbreyttur.
Aðaluppistaðan í nepölskum mat er mikið krydduð hrísgrjón,
karrý og linsubaunir. Newarimatreiðslan, sem er ríkjandi í Kathmandu er suðrænni
og inniheldur hrísgrjón, flatbraut, iður, fuglakjöt og ristað bygg
(Tsampa). Þrátt fyrir að
slátrun nautgripa sé bönnuð, fæst nautakjöt á flestum veitingastöðum.
Oftast er hægt að fá ferskan fisk frá Kalkútta.
Í
miðbænum í Kathmandu er bakarí, þar sem hægt er að fá ýmiss
konar kornbrauð, eins og við erum vön.
Drykkur.
Innflutt
áfengi er einungis til á stóru hótelunum.
Veitingahúsin bjóða langflest einungis innlenda drykki (romm,
vodka, gin, viskí og tvær tegundur bjórs, Star og Eagle'
Víðast hvar er hægt að fá heimabruggaðan landa (t.d. Chhang
úr hveiti, hirsi eða maís) og Rakshi, sem er hrísgrjónabrennivín.
Veitingahús í Kathmandu
Veitingahúsið
Chimney Room við hótelið Yak & Yeti er þekkt fyrir vestræna og
rússneska sérrétti og vínblöndur.
Fjöldi veitingastaða býður innlendan og indverskan mat:
Himalchuli, Kabab Corner við Kantipath, Amber; The Other Room í Crystal hótelinu og Ghare-Kabab í
Annapurna hótelinu.
Góður
kínverskur matur er framreiddur á eftirtöldum stöðum:
Arniko Room í Annapurna hótelinu;
Golden Gate við Durbar Marg;
Mountain City í Malla hótelinu.
Japönsk
veitingahús: Kushifuji við
Durbar Marg; Molisju í
Lazimpat.
Ítalskur
matur: Al Fresco.
Eftirfarandi staðir
eru ódýrari: K.C.'s, rum
Doodle, Red Square (vestrænn matur; öll í Thamel), Meihua við
Kantipath, Kaushung í Thamel, Nanglo Chinese Room við Durbar Marg (öll
með kínverskan mat), The Nest í Ambassador hótelinu í Lazimpat,
Tripti við New Road, Tripati vi sundhara (indverskur matur), Gallery
Room í Kathmandu Guest House og Kumari í Jochhe (nepalskur og newarískur
matur). Í veitingastaðnum
Paradise í Jochhe er framreitt grænmetisfæði og næfurþunnt og stökkt
flatbrauð. |