NEPAL

Map of Nepal

Nepal
Flag of Nepal

Booking.com

KATHMANDU HÆSTU FJÖLL JARÐAR . Meira

.

Utanríkisrnt.

Nepal er í Suður-Asíu, sunnan miðhluta Himalajafjalla.  Nágrannaríki eru Indland og Kínverska alþýðulýðveldisins. Heildarflatarmál er 140.707 km². Landið skiptist í fjögur svæði eftir 
landsháttum.  Suðurhlutinn er láglendi með mýrum (tarai) og forlendi Himalaja upp í 
2000 m hæð.  Innar til landsins heldur dölum skorið forlendið áfram milli 2000-4000 m. 
Nyrzt eru jöklum hulin Himalajafjöllin með mörgum tindum yfir 8000 m, þ.á.m. Mount Everest (Sagarmatha; 8848 m).


Landslagið ræður mjög loftslagi landsins.  Á láglendinu veldurmonsúninn oft miklum flóðum.  Í Kathmandu-dalnum er jaðartrópískt loftslag með mikilli úrkomu á sumrin og svölu veðri á veturna.  Hæst uppi í fjöllum er nokkurs konar heimskautaloftslag.
Íbúarnir eru Nepalar af ýmsum uppruna, s.s. indóaríar (chhetri, brahmanar), fornnepalar (gúrkar: nevarar, tamangar, gurungar, magarar, ræjar, limbar og tarúar) og tíbetar (bótíar, serpar).  Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 17,5 milljónir.  Lífslíkur eru 46 ár.  Ólæsi u.þ.b. 81%.  Vinnuafl u.þ.b. 7,5 milljónir og þar af 90% í landbúnaði.

Langflestir íbúanna eru hindúar og Buddhamenn.  Þar að auki er fámennurhópur múslima.


Nepali er opinbert mál, en auk þess eru margar tíbetskar mállýzkur talaðar.  Enska er talsvert útbreidd.
  Samkvæmt stjórnarskrá landsins er það þingbundið konungsríki.  Þingið starfar í einni deild (löggjöf).  Konungurinn er þjóðhöfðingi og forsætisráðherra er í fararbroddi ríkisstjórnarinnar.  Nepal er aðili að S.þ. og ýmsum sérstofnunum þeirra, SARC og Colomboáætluninni.  Landinu er skipt í 14 stjórnsýslusvæði.  Höfuðborgin er Kathmandu, Biratnagar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM