Katmandu
(Kantipur; 800.000 íb. með Patan og Bhadgaon), höfuðborg
landsins, er í miðjum samnefndum dal.
Borgin var stofnuð árið 723 og var lengi lítilsigld eða þar
til gúrkar höfðu lagt undir sig allan Kath-mandudalinn.
Þá varð hún höfuðborg.
Áhugaverðasti
staðurinn í borginni er hallarsvæðið
*Darbar
Marg (Durbar Square) með fjölda glæsibygginga og mustera.
Apaguðinn Hanuman gætir inngangsins í konungshöllina og verst
illum öndum og sjúkdómum. Fyrrum náði nafnið Hanuman Dhokha aðeins yfir aðalhliðið
en hefur færzt yfir allt hallarsvæðið.
Aðeins einn hinna fimm hallargarða er opinn almenningi (aðgöngugjald).
Þar er krýningarpallurinn og opinn móttökuhöll.
Hinn níu hæða hallarturn, Basantapur Durbar, er í sunnanverðum
inngarðinum. Myntsafnið er í hliðarálmu hallarinnar. Á göngu um höllina og hallarsvæðið ættu gestir að
gefa eftirfarandi stöðum gaum: Hinni
ríkulega skreyttu krýningarhöll (Gaddi Bhaitak), Taleju-musterið,
sem Mahendra Malla konungur lét reisa árið 1549, Kal Bhairav,
risasteinstytta af Shiva og gylltu stytturnar af Raja Pratap Malla og
sonum hans.
Rétt
hjá Durbar-torginu er Kumari-húsið
(Hús hinnar lifandi gyðju), prýtt tréskurði.
Gestum er leyft að fara inn í hirðsalinn, þar sem þeir geta
oft séð gyðjunni bregða fyrir við glugga.
Þarna er um að ræða litla stúlku, 4 - 5 ára, sem margar
hofmeyjar hafa valið sem gyðjuna endurholdgaða þar til hún kemst á
táningaaldurinn. Þá
tekur önnur lítil stúlka hennar stað.
Á þriðja degi Indrajatra-hátíðarinnar, sem er haldin í
september, er Kumari ekið um götur höfuðborgarinnar í hirðvagni.
Hlutverk hennar í hátíðahöldunum er að staðfesta vald og
embætti konungs.
Kasthamandapa
(Tréhöllin), vestan Kumari-hússins, er nafngjafi Kath-mandu.
Á fyrri öldum var hin þriggja hæða aðalbygging hallarinnar
dvalarstaður kaupmanna og pílagríma.
Machendra-Nath-musterið,
hjúpað gylltum kopar, er í klausturgarði norðaustan Durbartorgsins.
Singha
Durbar,
í suðausturhluta borgarinnar,
var fyrrum óðal Ranaættarinnar en hýsir nú opinbera stofnun.
Árið 1973 eyðilagðist hæstum allt húsið í eldi, en það
var strax endurbyggt í sama stíl (nýklassískum).
Narayana
Hiti Durbar,
í norðurhluta borgarinnar, er bústaður konungsfjöl-kyldunnar.
Höllin var byggð á 19. öld en það var byggt við hana árið
1969. Það þarf sérstakt
leyfi til að skoða þessa höll.
*Pashupatinath-musterið,
einn mesti helgidómur hindúa, er austast í borginni á bakka Bagmati-árinnar.
Engum öðrum en hindúum er hleypt inn í inngarð þess, svo að
ferðamenn verða að njóta fegurðar þess af hinum árbakkanum. |