*Swayambhunath-stúpan
trónir á litlum hóli norðvestan miðborgar Kathmandu.
Hún er einhvert fegursta mannvirki landsins og hugsanlega eitt
hinna elztu Buddhamustera þess. Það
liggja 365 þrep upp í stúpuna, en það er ganga, sem borgar sig, því
að útsýnið yfir borgina og dalinn er frábært.
Á
leiðinni til Swayambhunath er upplagt að heimsækja Þjóðminjasafnið
og skoða m.a. höggmyndir, bronzmuni og leðurfallbyssu, sem var notuð
í tíbezk-nepalska stríðinu árið 1880.
Balaju-vatnagarðarnir
eru skammt
norðvestan borgarinnar.
Þar er gaman að virða fyrir sér vatnsspúandi drekahausa við
46 m langa, manngerða tjörn og skoða sædýrasafnið.
Budhanilkantha
er lítið þorp við rætur Shipapuri (10 km norðan borgarinnar).
Þar er manngerð tjörn með höggmynd af Narayan (Vishnu), sem
liggur í rúmi gerðu úr miðgarðsormi.
*Boudhnath-stúpan
(8 km norðaustan höfuðborgarinnar) er næstmesti helgidómur
Buddhamanna. Þorpið
umhverfis hana myndaðist og stækkar við að
tíbezkir kaupmenn og munkar setjast þar að. Þar eru nokkur klaustur og fjöldi minjagripaverzlana.
Sundarijal
er vinsæll ferðamannastaður nokkrum km norðan Boud-hnath en þar eru
fallegir fossar og fjallasalur.
Bhadgaon
(Bhaktapur; 16 km austan Kathmandu) er þekkt fyrir vefnað og
leirmunagerð. Borgin var
stofnuð árið 889 e.Kr.
*Durban-torgið
býr yfir fegurstu byggingum Newari-stílsins í öllum dalnum.
Höllin með gluggunum 55
er meistaraverk.
*Gullna hliðið að aðalgarði hallarinnar er eitt fegursta og ríkulegast
skreytta hlið heims (guðamyndir og kynjadýr).
Umhverfis
torgið eru eftirtalin mannvirki skoðunarverð:
Pashu-patinath-pagódan,
sem var byggð með samnefndan helgidóm við Bagmati-ána sem
fyrirmynd; Batsala- og
Bhawani-musterin. Skammt
frá torginu er Nyatapola-pagódan.
Hún er fimm hæða og hin hæsta í Kathmandu-dalnum.
Bhairavnath-musterið var reist á árunum 1708-1718 (Raja
Bhupatindra Malla). Bronsstytta
þess stendur á og prýðir Durbartorgið.
Dattatreya-musterið
(15.
öld), í austurhluta borgarinnar, dregur til sín pílagríma frá
allri Suður-Asíu.
Fjórum
km norðan Bhadgaon er Changu-Narayan-musterið
á hól. Það er elzti
helgidómur Kathmandu-dalsins í pagódustíl.
Nokkrar áletranir inni í því eru allt frá 5. öld.
Nagarkot (2300 m) er 15 km frá Bhadgaon (stuttur akstur eða 3
klst. ganga). Þetta þorp
er einhver fegursti staður dalsins.
Þaðan er u.þ.b. 20 mínútna gangur upp að frábærum **útsýnisstað.
Þar blasa við tindar Himalajafjalla, jafnvel Mount Everest í
austurátt. Fólk, sem vill
dvelja um hríð í þorpinu, fær þægilega gistingu í Taragaon
Nagarkot Resort.
Patan
(Lalitpur; 5 km suðaustan Kathmandu) er þriðja mikilvægasta borgin
í dalnum. Þar er fjöldi
helgidóma hindúa og Buddhamanna með fögrum högg-myndum og tréskurði.
Nokkur þessara mustera eru við Durbar-torg og um-hverfis gömlu
hallarbyggingarnar, þar sem Malla-konungar sátu.
Hiranya
Varma Mahaviher
(13. öld), Búddaklaustrið, er eitt áhugaverðasta mannvirki
borgarinnar.
Kumbheshore-musterið
(14. öld), fimm hæða pagóda, og
Jagat-Narayan musterið er skoðunarvert.
Krishnamusterið.
Veggir þess eru þaktir gömlum indverskum söguljóðum um
Ramayana og Mahabharata.
Machhendranath-
(13. öld) og Mahaboudha-musterin
(14. öld) auk Ashoka-stúpurnar
fjögurra eru líka áhugaverðir skoðunarstaðir.
Stúpurnar voru reistar til minningar um pílagrímsferð
indverska keisarans Ashoka árið 249 f.Kr.
Þorpið
*Godavari er heimsóknar virði vegna þess, hve það er fagurlega
í sveit sett. Þaðan er
tiltölulega skammt að fjallinu Phul Chowki.
Gangan upp á hæsta tind þess (3000m) tekur u.þ.b. 3 klst. og
á leiðinni gefur að sjá sjaldgæf og litrík blóm, fjölda tegunda
fiðrilda og rhododendron-runna í öllum litum regnbogans.
Skoðunarferðir
frá Kathmandu til Kirtipur og Chovar eru líka áhugaverðar.
Kirtipur
er fallegt þorp með gömlum húsum og þröngum götum.
Þar er aðalsetur eina háskólans í Nepal.
Þorpið er einkum þekkt sem vefarabærinn og þar klæðist fólkið
oft gömlum, hefðbundum fötum.
Chovar
er þekkt fyrir Bagmati-gjána. Þjóðsagan segir að guðinn Manjushri hafi skapað hana
til að vatnið, sem fyllti Kathmandu-dalinn, fengi afrennsli og hyrfi.
Ofan af hóli, þar sem Adinath-musterið stendur, er mjög gott
útsýni.
Vilji
fólk sjá meira af landslaginu, er upplagt að aka 6 km lengra um skógi
vaxið svæði til Pharping
og Dakshinkali. Í báðum
þessum þorpum eru ævagömul musteri.
Útsýni
yfir **Himalajafjöllin er
einna bezt frá þorpunum Kakani
(27 km norðvestan Kathmandu; 2000m) og
Dhulikel
(30 km austan Kathmandu). Frá
Dhulikel sjást Himalajafjöll frá Annapurna (8091m) í vestri til
Lhotse (8511m) og Makalu (8481m) í austri. |