Nepal samgöngur,
Flag of Nepal

Booking.com


NEPAL
FERÐALEIÐIR og SAMGÖNGU
R
.

.

Utanríkisrnt.

Samgöngumál hafa verið í brennidepli hin síðari ár vegna ferðaþjónustunnar.  Góðir vegir eru eingöngu í suðausturhlutanum.  Vegatenging milli austurs og vesturs á láglendinu er ekki til og landsmenn nota enn þá múldýrastíga til flutninga.
Járnbraut liggur á milli Janakpur og Bijulpura (50 km).  Á milli Kathmandu og Hetauda er 42 km löng strengjabraut, sem er aðallega notuð til vöruflutninga.

Ríkisflugfélagið Royal Nepal Airlines Corporation (RNAC) flýgur til og frá indversku borgunum Dheli, Calcutta og Patna og annast innanlandsflug.

Næstmikilvægasta atvinnugrein landsins er ferðaþjónustan, sem hefur vaxið mikið á síðustu árum.  Rúmlega 200.000 ferðamenn koma til landsins ár hvert, einkum til að njóta náttúrunnar og dýrðar Himalajafjalla í gönguferðum.

Þessi fjöldi ferðamanna er erfiður viðfangs fyrir landsmenn.  Hópar ferðamanna í gönguferðum nota miklu meiri eldivið, sem er aðalorkugjafi landsins, en innfæddir, þannig að skóglendi eru í hættu.  Nú orðið er varla hægt að finna tré í grennd við aðalbækistöðvar fjallgöngumanna í hlíðum Mount Everest og landeyðing vegna veðrunar verður stöðugt hraðari.  Fjall-göngur eru innflutt íþrótt, sem heimamenn skilja lítt og líta oft hornauga, því að fjöllin eru bústaður guða þeirra.  Gjaldeyristekjur landsins af ferðamönnum eru tiltölulega litlar, því að landsmenn verða að eyða a.m.k. tveimur þriðju hlutum þeirra til innflutnings alls konar neyzluvara fyrir ferðamennina sjálfa.

Koman til landsins
Flugleiðis
Það er einn alþjóðlegur flugvöllur í Nepal, Tribhuvan, 6,5 km utan Kathmandu.  Royal Nepal Airlines Corporation (RNAC) flýgur þrisvar í viku frá Hongkong, sex sinnum frá Bangkok, daglega frá Dheli, tvisvar frá Calcutta og Colombo og sex sinnum frá Singapúr til Kathmandu.  Önnur flugfélög fljúga líka frá öðrum löndum til Kathmandu.

Vegakerfið Tiltölulega góður vegur liggur til landsins frá Indlandi.  Aðallandamærastöðvar eru Birgunj (í grennd við Raxaul í Indlandi), Kakar Bhitta (frá Siliguri, Darjeeling og Assam) og Sunauli (frá Dheli).  Aðrar landamærastöðvar eru:  Rani Sikhiya (Kosi), Jaleswor gadi (Seti) og Mahendranagar (Mahakali).

Skammt er síðan hægt var að komast beint til Nepal frá höfuðborg Tíbets, Lhasa.  Þá er farið um landamærin hjá Kodari (Vináttubrúin).

Járnbrautarsamgöngur tengja Nepal Indlandi um Jaynagar, en ferðin endar 30 km innan landamæra Nepals í Janakpur, þaðan sem verður að halda ferðinni áfram með rútu.

Ferðir innanlands
Bílfærar leiðir eru fáar í landinu.  Beztu vegirnir eru á Taraisvæðinu og á milli höfuðborgarinnar og ýmissa stærri borga.  Flugleiðin er því greiðust.

Flugleiðis Haldið er uppi reglubundnu flugi milli Kathmandu og flestra héraðshöfuðborga landsins (Pokhara, Gorkha, Janakpur, Bharatpur, Biratnagar og Nepalganj).  Einnig er oftast bezt að komast til upphafsstaða gönguferða með flugi upp í fjöllin.  Þess verður þó að gæta, að flug til fjalla liggur niðri frá júní til september ár hvert.  RNAC býður daglega einnar klukkustundar útsýnisflug umhverfis Mount Everest frá oktober til marz, þegar veður leyfir.

Með rútum
Þar sem eini járnbrautarkaflinn í landinu, milli Janakpur og indversku landamæranna, er ekki nema 30 km langur, fara farþegaflutningar að mestu leyti fram með rútum.  Þessum samgönguháttum eru þó miklar skorður settar vegna fjalllendis og lélegra vega.  Rútur aka milli Kathmandu og Pokhara, Kakar Bhitta, Sunauli, Birgunj, Narayanghat, Trisuli, Gorkha, Janakpur og Kodari.

Í Kathmandu aka strætisvagnar um miðbæinn og til flestra úthverfa.  Fargjaldið er lágt, en oftast eru vagnarnir troðfullir og sniglast áfram.  Vagnar aka frá Ratna Park til flugvallarins, Boudhnath og Patan.  Rafmagnsvagn ekur á milli Kathmandu (frá Tripureswor) til Bhadgaon.

Með leigubíl
Það er nóg af leigubílum í Kathmandu, en samt er erfitt að fá þá á kvöldin, þegar þeir aka á hærra gjaldi.  Þeir standa flestir fyrir framan stóru hótelin á dagin og fyrir utan dansstaðina á kvöldin.

Véldrifnu þríhjólin (Tempo og Scooter) eru ódýrari.  Tempohjólin taka allt að sex farþega.  Þau standa oftast við Ratna Park, Rani Pokhari og í grennd við pósthúsið.

Fótstignu þríhjólin (Riksha) eru þægileg fyrir styttri leiðir í borginni.

Það er hyggilegt að afla upplýsinga um gjald þessara farartækja á hótelunum og  semja um það við ökumennina áður en haldið er af stað.

Bílaleigur Það er ekki hægt að leigja sér bíl án ökumanns.  Milligöngu  annast ferðaskrifstofur eða Avis ('Yeti Travels', Durbar Marg, s. 21 35 96) og Hertz (Gorkha Travels, Durbar Marg, s. 21 48 95) í Kathmandu.

Skipulagðar skoðunarferðir Ferðaskrifstofur standa fyrir hálfs- og heilsdagsferðum um borgina, til Patan, Bhadgaon og margra skoðunarstaða í dalnum og víðar (Dakshinkali, Pashupatinath, Boudhnath, Swayambhu, Dhulikhel, Changu, Narayan og Nagarkot).  Þekktustu ferðaskrifstofur í Kathmandu eru:  Adventure Travel Nepal, Durbar marg, s. 21 53 07;  Annapurna Travel & Tours, Durbar Marg, s. 21 23 39;  Everest Express Travel & Tours, Durbar Marg, s. 21 32 84;  Gorkha Travel & Tours, Durbar Marg, s. 21 48 95;  Himalayan Travels & Tours, Durbar Marg, s. 21 38 03;  Kathmandu Travels & Tours, Gangapath, s. 21 25 11;  Malla Travels & Tours, Lekhnath Marg, s. 21 66 37;  Natraj Travel & Tours, Durbar Marg, 21 20 14;  Pokhara Travels & Tours, New Road, s. 21 20 38;  Shangrila Tours, Kantipath, s. 21 58 55;  Shankar Travels & Tours, Lazimpat, s. 21 34 94;  Yeti Travels, Durbar Marg, s. 21 12 34.

Gönguferðir Orðið trekking er komið úr ensku.  Þetta hugtak nær yfir bæði léttar og erfiðar fjallgöngur eða gönguferðir í fjalllendi.  Landslagið í Nepal er hentugt fyrir öll stig fjallgangna, bæði erfiðra og léttra.  Allir, sem hyggja á slíkar ferðir þar í landi, verða að afla sér fjallgönguleyfis hjá útlendingaeftirlitinu í Kathmandu (Dillibazar).  Gönguferðatíminn er frá septemberlokum fram í maí ár hvert.

Meðal vinsælustu göngusvæða landsins eru Mount Everestsvæðið, héraðið norðan Pokhara, Helambuhérað og svæðin umhverfis Gosainkunda- og Raravötnin.  RNAC flýgur reglulega til þessara staða.

Auðveldari göngur, sem taka einn eða fleiri daga, getur fólk skipulagt sjálft.  Nauðsynlega búnað og burðarmenn er hægt að fá í Kathmandu eða Pokhara.

Þeir, sem hyggja á lengri og erfiðari gönguferðir, verða að reikna með nokkurra daga undirbúningi.  Enginn ætti að fara einn síns liðs í slíkar ferðir, heldur vera í hópi ferðalanga, því að það er auðvelt að villast og þjófnaðir eru tíðir. Í ferðum, sem ferðaskrifstofur skipuleggja, annast þær allan undirbúning, s.s. útvegun leiðsögumanna, burðarmanna, tjalda og matarbirgða.

Eftirfarandi ferðaskrifstofur í Kathmandu annast skipulagðar göng-ferðir og fjallgöngur:  Annapurna Mountaineering & Trekking, Durbar Marg, s. 21 27 36;  Himalayan Journeys, Kantipath, s. 21 58 55;  Himalayan Rover Trek, laximpat, s. 21 24 67;  International Trekkers, Durbar Marg, s. 21 55 94;  Lama Excursions, Durbar Marg, s. 21 17 86;  Mountain Travel Nepal, Naxal, s. 21 28 08;  Natraj Trekking, Kantipath, s. 21 66 44;  Nepal Treks & Natural History Expedition, Gangapath, s. 21 29 85;  Sherpa Cooperative Trekking, Kamalpokhari, s. 21 58 87;  Sherpa Trekking Society, Ghantaghar, s. 21 24 89;  Trans Himalayan Trekking, Durbar Marg, s. 21 38 54.

Ferðir í gúmmíbátumÞessar ferðir eru upplagðar til að kynnast landinu og iðka jafnframt skemmtilega íþrótt.  Í boði eru eins til níu daga ferðir á mismunandi straumhörðum og ólgandi ám.  Tveggja til þriggja daga ferðirnar eru vinsælastar.  Þær hefjast einhvers staðar við veginn milli Kathmandu og Pokhara og enda á Tarasvæðinu, þar sem hægt er að dvelja í Chitwan-þjóðgarðinum í lokin.

Ýmsar ferðaskrifstofur í Kathmandu annast örugga skipulagningu þessara ferða:  Himalayan River Exploration, Naxal, s. 21 28 08;  Nepal River Treks, Kamalpokhari, s. 21 58 87;  Aarkey River Adventure, Kantipath, s. 21 66 44;  Lama Excursions, Durbar Marg, s. 21 17 86;  Glacial River Adventures, Kantipath, s. 21 35 33.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM