Landbúnaðurinn
er undirstöðuatvinnuvegur Nepals og 90% íbúanna lifa af honum.
Honum eru settar þröngar landfræðilegar skorður, því að
Nepalar geta aðeins notað 30% landsins til ræktunar.
Hrísgrjón eru mikilvægasta afurðin og þau eru einkum ræktuð
á láglendinu, þar sem hægt er að frá tvær uppskerur á ári af
60% akurlendis landsins. Hrísgrjónin eru ræktuð á sumrin og hveiti á veturna.
Maís, hampur, baðmull, kryddjurtir, sykurreyr og tóbak er líka
ræktað. Kartöflu og
byggræktun uppi í fjöllum, í 4400-4700 m hæð, er hvorki mikil né
mikilvæg. Ræktun hamps
til hassframleiðslu hefur dregizt mjög saman vegna þrýstings frá ríkistjórnum
annarra landa heimsins. Hassverzlun
og -neyzla er lögleg í Nepal. Kvikfjárrækt
er smá í sniðum (jakuxar eru burðardýr í norðurhlutanum) vegna þess,
að hindúatrú bannar slátrun. Lítið
eitt er ræktað af svínum, sauðfé og geitum.
Aðalútflutningsvörur landsins
eru sekkjabast (hampur), hrísgrjón, geitaskinn, ullarteppi og lækningajurtir. Indverjar kaupa lungann af þessum vörum.
Landið er tiltölulega fátækt af verðmætum jarðefnum, en
glimmer og kalk er unnið úr jörðu. Gull, kopar og járngrýti finnst líka í jörðu, en hefur
ekki verið sinnt enn þá. Iðnaðurinn
byggist á vinnslu landbúnaðarafurða. |