Ferðapappírar.
Allir
ferðamenn, sem koma til landsins, þurfa að hafa gild vegabréf og áritun
nema ríkisborgarar Indlands og Bútans.
Áritun til 30 daga dvalar fæst hjá sendiráðum landsins, en
á landamærastöðvum og Tribhuvanflugvelli fást áritanir til viku
dvalar. Vikudvarlarleyfið
fæst framlengt án vandkvæða hjá útlendingaeftirlitinu (Dillibazar,
Kathmandu; opið sd.-föd. kl. 10:00-16:00 á veturna en 10:00-17:00 á
sumrin). Frekari
framlengingar fást hjá útlendinga-eftirlitinu gegn fremur háu gjaldi
og viðkomandi verður að sanna að hann/hún hafi a.m.k. US$ 5.- til
framfærslu á hverjum degi. Hámarksdvalarleyfi
eru þrír mánuðir, en það fæst aðeins með samþykki nepönsku ríkisstjórnarinnar.
Þess verður að gæta, að leyfið gildir aðeins fyrir
Pokhara, Chitwan, Kathmandu og svæði, sem hægt er að komast til á
þjóðvegum landsins. Sé
fyrirhugað að fara til annarra svæða, verður að afla sérstaks gönguferðaleyfis.
Nokkur landsvæði eru lokuð útlendingum.
Bólusetningavottorða er ekki krafizt, en ráðlegt er að
hafa handbær lyf gegn hitabeltissjúkdómum.
Alþjóðlegt ökuskírteini gilda (vinstri umferð).
Tollur.
Tollfrjáls
innflutningur ferðamanna: 200
vindlingar eða 20 vindlar eða sambærilegt magn annars tóbaks, einn lítri
af sterku áfengi, tvær flöskur af bjór og hlutir til persónulegra
nota (myndavélar með 15 filmum, vídeótökuvélar með 12 filmum,
segulband, ferðaritvél og kíkir).
Fíkniefni, útvörp, vopn og skotfæri má hvorki flytja inn í
né út úr landinu. Sérstaks
leyfis er venjulega krafizt fyrir útflutning dýra, loðfelda og
fornmuna. Sækja þar fum
leyfi til útflutnings fornmuna hjá 'Department of Archaeology,
National Archives, Ram Shah Path í Kathmandu (md.-föd. kl.
10:00-16:00), en þau fást ekki fyrir muni, sem eru eldri en 100 ára.
Komi fólk akandi á eigin farartæki, þarf það að hafa alþjóðlegt
landamæraleyfi (Carnet de Passage en Douane).
Auk þess verður að láta skrá ökutækið hjá lögreglunni
í Kathmandu við komuna þangað og fá leyfi og skráningarnúmer á
það.
Gjaldmiðill.
1
nepölsk rúpía (nr) = 100 paisa (p); 50 p = 1 mohur (muhur).
Seðlar: 1, 5, 10,
20, 500 og 1000 nr. Mynt:
2, 5, 10, 25 og 50 p (allar kringlóttar).
Heimilt
er að flytja inn ótakmarkaðar upphæðir í erlendum gjaldeyri nema
indverskar rúpíur, sem einungis Indverjar og Nepalar mega flytja með
sér. Óheimilt er að koma
með innlendan gjaldeyri með sér inn í landið.
Allir ferðamenn fá gjaldeyrisskírteini við komuna til
landsins. Það verður að
nota við öll gjaldeyrisviðskipti og allar upphæðir eru færðar inn
á það og stimplað að auki. Við
brottför frá landinu er hægt að skipta allt að 10% nr, sem ferðamenn
hafa keypt í landinu, í erlendan gjaldeyri.
Samkvæmt síðustu ákvörðunum stjórnvalda verða ferðamenn
að greiða hótelreikninga og ferðakostnað með erlendum gjaldeyri.
Bezt er að hafa undir höndum ferðatékka í US$, því að það
er hægt að skipta þeim alls staðar í landinu.
Kreditkort
(takmarkaðir möguleikar til notkunar):
American Express, BankAmericard (Visa), Diners Club, MasterCard
(Eurocard).
Umferðarreglur.
Vinstri
umferð.
Tungumál.
Nepali
er hið opinbera og talaða mál í landinu (devanagari-stafróf).
Enska er víða töluð, einkum á ferðamannastöðum.
Klukkan.
Tímamunur
milli Íslands og Nepal er + 6¾
klst.
Mál
og vog.
Almennt
er . metrakerfið notað en víða er hið gamla, nepalska kerfi notað
enn þá.
Rafmagn.
220
volta riðstraumur, 50 hertz. Reikna
verður með spennufalli og rafmagnsleysi á stundum.
Póstur
og sími.
Flugpóstur
til Evrópu: Póstkort 125
p, bréf (10g) 250 p. Póstkassar
eru rauðir. Þriggja
mínútna símtal við Evrópu kostar u.þ.b. 180 nr.
Lögbundnir
frídagar
11.
janúar, 18. febrúar, 15. og 28. desember.
Auk þessara daga er fjöldi annarra frídaga, sem eru ekki
fastbundnir.
Viðskiptatímar
Opinberar
stofnanir: Sd.-föd. kl.
10:00-17:00 (16:00 á veturna).
Sendiráð
og alþjóðastofnanir: Md.-föd.
kl. 09:00-17:30.
Fyrirtæki:
Sd.-föd. kl. 09:00-17:30.
Ferðaskrifstofur
eru opnar alla daga.
Helztu
bankar loka kl. 15:00.
Verzlanir:
Sd.- föd. kl. 10:00-20:00; margar opnar á laugardögum.
Veitingahús
og barir loka flestir kl. 22:00.
Fatnaður.
Á
sumrin er léttur og víður klæðnaður nægilegur í Kathmandu og
gott er að hafa regnhlíf við höndina á monsúntímanum.
Aðra tíma árs, einkum frá nóvember til febrúar, er nauðsynlegt
að hafa hlýjan fatnað. Í
fjallaferðum þarf vind- og vatnsþéttan og hlýjan fatnað auk góðs
fótabúnaðar. |