Nepal landið náttúran,
Flag of Nepal

Booking.com


NEPAL
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Loftslagið er undir áhrifum monsúnvindanna.  Á sumrin (maí-sept.) færa þeir með sér ríkulega úrkomu, sem fellur aðallega í suðurhlíðar fjallgarð-anna og það dregur hratt úr rakanum, þegar norðar dregur.  Á láglendinu, sunnan Siwalifjalla, er meðalársúrkoman 2000 mm á ári, á miðhálendinu milli 1500 og 2000 mm.  Norðan fjallgarðanna flæða monsúnvindarnir sem hlýir og þurrir fallvindar niður í dalina.  Allranyrzt í landinu eru jafnvel svo þurrlendir dalir, að þeir líkjast mest eyðimörkum, sem vatn flæðir lítillega um í skamman tíma á hverju ári.  Á veturna ríkja kaldari og þurrari norðaustanvindar og þá falla ekki nema 10-20% úrkomunnar. 

Landslagið hefur þannig mikil áhrif á loftslagið, s.s. vindátt og hitastig.  Í Kathmandu er meðalsumarhitinn 24°C en vetrarhitinn 14°C.  Hitabeltisskilyrði eru varla til, nema þá helzt á lægstu svæðum landsins.

Gróðrinum er líkt farið og loftslaginu.  Hann breytist með hæð yfir sjó.  Ofan regnskóganna á láglendinu, á bilinu milli 1500 og 3000 m eru blandskógar, eik, fura og rhododendron.  Ofan 3000 m vaxa grenitré og birki og smám saman verða trén gisnari og graslendi tekur við áður en gróður hverfur með öllu.  Eyðing skóga af manna völdum hefur gert dýralífið æ fábreyttara, þannig að lítið er eftir af hlébörðum, nashyrningum, úlfum, brúnbjörnum, hjartardýrum o.fl. tegundum í náttúrulegu umhverfi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM