Nepal upplýsingar,
Flag of Nepal

Booking.com


NEPAL
UPPLÝSINGAR

.

.

Utanríkisrnt.

Sendiráđ og rćđisskrifstofur Nepals erlendis
SENDIRÁĐ:  Im Hag 15, D-5300 Bonn 2 (Godesberg), sími 34 30 97.
RĆĐISSKRIFSTOFUR: Flinschstr. 63, D-6000 Frankfurt am Main 60, sími 40871;  Landsberger Str 191, D-8000 München 21, sími 5 70 44 06;  Hand-werkstr. 5-7, D-7000 Stuttgart 80, sími 7 86 46 14-17;  Schanzeigasse 22, Ch-8044 Zürich, sími 47 59 93.
SENDINEFND:  1, rue Frédéric-Amiel, CH-1200 Genf, sími 44 44 41.

FERĐAMÁLARÁĐ NEPALS:  Department of Tourism, Central Office, Tripureswor, Kathmandu, Nepal, sími 21 1293;  Útibú:  Gangapath (Basantpur), Kathmandu, sími 158 18;  Tribhuvan International Airport, Kathmandu, sími 1 55 37;  Önnur útibú eru í Birgunj, Pokhara (viđ flugvöll-inn), Bhairahawa, Kakar Bhitta og Janakpur.

HÁTÍĐADAGATAL
Hátíđir og frídagar eru af trúarlegum og sögulegum toga.  Sögulegar hátíđir ber upp á sama tíma ár hvert en hinar trúarlegu eru breytilegar og fara eftir nepalska tímatalinu, sem hófst međ upphafi valdatíma indverska konungsins Bikramaditya (57 f.Kr.).  Ţađ líđur tćpast nokkur dagur, ađ ekki séu hátíđahöld, tengd einhverjum guđi eđa gyđju, einhvers stađar í landinu og ţá fastar fólk, bađar sig í ám og vötnum og sćkir musteri viđkomandi guđa.  Mestu hátíđirnar eru mjög skrautlegar og mikiđ ber á skrúđgöngum, tónlist, söng og dansi.

Fastar hátíđir
Ţjóđareiningardagurinn (11. jan.;  Fćđingardagur Prithvi Jayanti konungs, sem stofnađi Shahhöfđingjaćttina og sameinađi allt landiđ undir sína stjórn);  Ţjóđhátíđardagurinn (18. febr.;  Tribhuvan Jayanti;  Til minningar um lok valdaferils Ranaćttarinnar áriđ 1951 fyrir tilstilli Tribhuvan konungs);  Stjórnarskrárdagurinn (15. des.;  Til minningar um afnám stjórnmálaflokka og innleiđingu Panchayatkerfisins áriđ 1960);  Afmćlisdagur núverandi konungs, Birendra (28. desember).

Breytilegar hátíđir
Shivaratri (febr./marz; Til heiđurs Shiva.  Fjöldi pílagríma alls stađar ađ í Nepal streymir til Pashupatinath-musterisins);  Nýárshátíđ (kringum 15. apríl);  Ghodejatrahátíđin (apríl) helgast sigri á áranum Tundi (í Kathmandu eru samtímis haldnar veđreiđar og vagnaskrúđgöngur);  Búdda Jayanti (maí; fćđingardagur Búdda);  Gai Jatra (ágúst;  átta daga hátíđ, sem líkist kjöt-kveđjuhátíđum og byggist á minningarhátíđ um hina látnu.  Ađstandendur ţeirra skreyta kýr og ganga međ ţćr um götur í ţeirri trú ađ ţćr opni hinum látnu leiđina til nirvana međ hornum sínum);  Indrajatra (sept.;  Til heiđurs Indra, regnguđnum.  Hátíđin tekur átta daga og gyđjan Kumari, 'hin lifandi gyđja', er dregin tvisvar á vögnum um götur Kathmandu);  Durga Puja (Desain;  sept./okt.;  Mesta og mikilvćgasta hátíđ ársins.  Hún er helguđ gyđjunni Durga og stendur í 15 daga.  Allir landsmenn taka ţátt í henni, klćđast skrautlegum búningum og skreyta hús sín);  Tihar (okt./nóv.;  Ljósahátíđ;  Hindúar og Buddhamenn halda hana og lýsa upp hús sín á nóttinni).

Fjöldi annarra hátíđa er haldinn víđa í landinu, en of langt mál vćri ađ geta ţeirra allra hér.

INNKAUP
Í höfuđborginni er mikiđ frambođ af vönduđum og ódýrum minjagripum, einkum í handiđnađarhverfinu Patan, ţar sem er hćgt ađ fá misstórar styttur af hindúaguđum, skrautmuni úr messing og kopar, s.s. vatnsílát, potta og kertastjaka, og útskornar pagódur og gluggabúnađ      .  Mesta úrval gamalla mynta og hefđbundinna nepalskra og tíbetskra silfurskartgripa er í verzlununum í Thamel, Durbar Marg, Patan og Boudhnath.  Ţeir, sem eru á höttunum eftir eđalsteinum (smaragđar, safírar, beryll, agat, lapizlasuli o.fl.), ćttu ađ kíkja í búđirnar viđ New Road og í bogagöngum stóru hótelanna.  Upprúllađar myndir frá Tíbet, nepalskt silki og tíbetsk teppi eru međal beztu minjagripa, sem fólk kaupir.  Margir kaupmannanna senda stćrri gripi heim til kaupenda.

Eftirtaldar verzlanir bjóđa gott úrval af sérstökum gripum:  Mandala Boutique, Ritual Art Gallery, Mannies Boutique, Nepal Traditional Crafts, The print Shop og Curio Shop.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM