Nepal íbúarnir,
Flag of Nepal

Booking.com


NEPAL
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Landið er mjög misþéttbýlt.  Flestir íbúanna búa í neðstu dölum Himalajafjallanna og á láglendinu og ákaflega fáir uppi í fjöllum.  Þessi blanda fólks af mismunandi uppruna byggir á hinni fornu og merkilegu menningu nevara, sem bjuggu og búa enn þá í Kathmandudalnum.  Nevarar töpuðu sjálfstæði sínu í lok 18. aldar til gúrka, sem höfðu smám saman verið að koma sér fyrir í dölum Himalajafjalla frá því á 14. öld.

Meiri hluti íbúanna iðkar hindúatrú, sem er ríkistrú.  Tölur um fylgjendur eru á reiki, allt frá 60 - 90%.  Buddhamenn eru þá einhvers staðar á bilinu     7 - 33% þjóðarinnar og 7% múslimar.  Fólk af þessum mismunandi trúarbrögðum býr í friði og spekt og virðir hvert annað.

Síðan 1769 hefur ríkistungan verið nepali, indóevrópskt mál, sem er mjög líkt hindi.  Ritmálið er hið indverska devanagarish-letur.  Fjöldi tíbetskra mállýzkna er líka talaður í landinu.  Flest menntað fólk í landinu talar líka ensku.

Menntakerfi landsins er á byrjunarreit.  Lögum samkvæmt er skólaskylda almenn, en það er ekki hægt að framfylgja þessum lögum.  Fjórðungur barna sækir skóla og aðeins tíundi hluti þeirra lýkur fimm bekkjum.  Því er ekki að undra, að ólæsi skuli vera rúmlega 80%.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM