Kongó,
Flag of Congo, Democratic Republic of the

      Meira

KONGÓ

Map of Congo, Democratic Republic of the
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kongó hét Sjálfstætt Kongóríki á árunum 1885-1908, Belgíska Kongó 1908-60, Lýðveldið Kongó 1960-64 og Lýðveldið Zaire 1971-97.  Það er ríki í Mið-Afríku, 2.344.858 km² að flatarmáli og hefur 40 km strandlengju að Atlantshafinu.  Vestan þess er Cabinda, útkjálki Angóla, í norðri er Miðafríkulýðveldið og Súdan, í austri er Úganda, Rwands, Búrúndí og Tanzanía, ís suðaustri Zmbía og í suðvestri er Angóla.  Kongó er þriðja stærsta landið í Afríku, aðeins Súdan og Alsír eru stærri.

Höfuðborgin Kinshasa, stærsta borg Mið-Afríku, er við Kongóána, u.þ.b. 530 km frá ósum hennar.  Hún er stjórnsýslusetur landsins og miðstöð viðskipta og menningar.  Landið er oft kallað Kongó (Kinshasa) til aðgreiningar frá hinu lýðveldinu Kongó (Brazzaville). Á árunum 1971-97 var landið þekkt under nafninu Zaire, sem Mobutu Sese Seko, leiðtogi þess, notaði til að færa þegna sína nær upprunanum. 
Eftir að honum var velt úr sessi 1997 var nafnið, sem landið bar áður en hann tók völdin, Lýðveldið Kongó, tekið upp á ný.  Nafnið Zaire er hefðbundið orð, sem er notað um stórár eins og Kongófljót en langstærsti hluti þess er innan landamæra ríkisins.

Hún fékk nafn sitt á nýlendutímanum frá íbúum konungsdæmisins Kongó, sem býr við ósa hennar og á Atlantshafsströndinni.  Landið er auðugt af verðmætum efnum í jörðu, s.s. (iðnaðar-) demöntum, kóbalt og kopar.  Líklega eru frumskógar landsins hinir stærstu í Afríku og möguleikar til raforkuframleiðslu með vatnsafli slaga upp í það að vera helmingur virkjanlegrar getu Afríku.
.
BUKAVU
KINSHASA
KISANGANI
KOLWEZI
LIKASI
LUBUMBASHI
MATADI
MBANDAKA
KONGÓFLJÓTIÐ UBANGIFLJÓTIÐ

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM