Kisangani Kongó,
Flag of Congo, Democratic Republic of the

Booking.com


KISANGANI
KONGÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Kisangani, fyrrum Stanleyville, er höfuðstaður Haut-Zaïre-héraðs við Kongófljót neðan Stanleyfossa.  Hún er hafnarborg, endastöð skipa frá Kinshasa, um hana liggur járnbraut og utan hennar er flugvöllur.  Margs konar ræktun og nautgriparækt er aðalatvinnan á svæðunum umhverfis.  Ksangani er umskipunarhöfn fyrir ýmsar vörur og smáiðnaðarborg.  Þarna er landbúnaðarstofnun og útibú Kinshasaháskóla.  Byggð hófst á lítilli eyju í grennd við núverandi borgarstæði, þegar landkönnuðurinn Sir Henry Morton Stanley kom til landsins 1882.  Sextán árum síðar fékk Stanelyville borgarréttindi.  Árið 1966 fékk hún nafnið Kisangani.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 373 þúsund.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM