Bukavu er höfuðstaður
Kivu-héraðs á suðvesturströnd Kivu-vatns.
Hann er miðstöð samgangna á landbúnaðarsvæði (kaffi, sítrusávextir
og grænmeti) og iðnaðar (lyf, skordýraeitur, ölgerðir, matvæli og
prentun). Þarna er
kennaraskóli og ferðamannamiðstöð fyrir svæði við vatnið og þjóðgarða
í nágrenninu. Bukavu hét Costermansville, þegar Belgar réðu ríkjum, og
tók við héraðsborgarhlutverkinu af Rutshuru árið 1920.
Borgin varð einnig miðstöð evrópskrar búsetu áður en
landið fékk sjálfstæði árið 1960.
Um miðjan tíunda áratug 20. aldar voru þar einhverjar stærstu
búðir Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn frá Rúanda, þar sem
borgarastyrjöld geisaði. Árið
1996 réðust uppreisnarhermenn á búðirnar af landi og úr lofti.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 210 þúsund. |