Lubumbashi Kongó,
Flag of Congo, Democratic Republic of the


LUBUMBASHI
KONGÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Lubumbashi, fyrrum Elisabethville, er höfuðstaður Shaba-héraðs í Suðaustur-Kongó.  Borgin er miðstöð viðskipta og iðnaðar í héraðinu, sem er ríkt af auðæfum í jörðu.  Iðnaðurinn byggist aðallega á koparbræðslu auk vinnslu sinks, kóbalts og kadmíums frá nærliggjandi námum.  Borgarháskólinn var stofnaður 1955 og héraðssafnið hýsir afríska list.  Belgar stofnuðu borgina árið 1910 sem námuþorp.  Belgar réðu ríkjum til 1960, þegar landið fékk sjálfstæði.  Katanga (nú Shaba) lýsti yfir sjálfstæði sínu með Elisabethville sem höfuðborg (nýja nafnið er frá 1966).  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 739 þúsund.




Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir