Fílabeinsstöndin
er ríki á vesturströnd Afríku, 320.763 km² að flatarmáli.
Strandlengja þess eru u.þ.b. 480 km löng og lögun landsins er næstum
ferhyrnd.
Norðan
þess er Malí og Burkina Faso, Ghana í austri, Guineaflói í suðri,
Liberia í suðvestri og Ghana í norðvestri.
Höfuðborgin er Abidjan en Yamoussoukro er stjórnsýslusetur
landsins.
Landið hækkar smám saman upp frá ströndinni og í
norðurhlutanum eru steppur í u.þ.b. 300 m hæð yfir sjó.
Mestur hluti vesturlandsins við landamæri Líberíu og Gíneu er
fjalllendi, sem rís hæst í Nimba-fjalli
(1752m) á mótum landanna þriggja.
Eitt landsvæðanna fjögurra er Strandlengjan, sem er hvergi meira en
60 km breið og þakin
lónum að austanverðu.
Stöðugt brim við ströndina og sandrif meðfram henni gera aðkomu
að landinu frá sjó erfiða.
.
|