Abidjan Fílabeinsströndin,
Flag of Cote d'Ivoire


ABIDJAN
FÍLABEINSSTRÖNDIN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Abidjan er raunveruleg höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar.  Hún er stærsta borg landsins og mikilvægasta hafnarborgin og stendur á nokkrum eyrum og eyjum í Ebrié-lóninu, sem eru tengdar brúm.  Nútímahöfnin var opnuð umferð árið 1950, þegar Vridi-skurðinum milli hennar og Gíneruflóa var lokið.  Helztu útflutningsvörurnar eru kaffi, kakó, timbur, bananar, ananas, pálma- og fiskafurðir.  Iðnaður hefur aukizt verulega síðan 1960 og byggist m.a. á samsetningu ökutækja og útvarpstækja og framleiðslu vefnaðar- og málmvöru, fatnaðar, matvæla, plastvöru og gúmmís.  Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein.  Þjóðvegir og járnbrautir tengja borgina við aðra landshluta.  Járnbrautin teygist inn í Burkina Faso.

Abidjan er aðlaðandi, nútímastórborg með almenningsgörðum og breiðgötum.  Cocody-hverfið er glæsilegt íbúðahverfi austan viðskiptahverfisins og á Petit-Bassam-eyju aðeins sunnar er stór útimarkaður.  Ríkisháskólinn var stofnaður 1958 og aðrar æðri menntastofnanir (tækniskólar), söfn og bókasöfn gera borgina að miðstöð menntunar.  Meðal áhugaverðra muna í Þjóðminjasafninu er fjöldi listaverka úr fílabeini.  Norðan borgarinnar er skóglendið Banco þjóðgarðurinn.  Árið 1904 var Abikjan lítið þorp, sem varð upphafsstöð járnbrautanna inn í landið án þess að þar væri nokkur hafnaraðstaða, sem leiddi til hægfara þróunar og framfara.  Árið 1934 tók bærinn við höfuðborgarhlutverkinu í frönsku nýlendunni af Bingerville og hélt því eftir að landið fékk sjálfstæði 1960.  árið 1983 var Yamoussoukro tilnefnd höfuðborg landsins en Abidjan heldur engu að síður aðalhlutverkinu á sviðum viðskipta og menningar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 2,7 miljónir.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM