Yamoussoukro er
stjórnsýslusetur Fílabeinsstrandarinnar, 274 km norðvestan
raunverulegrar höfuðborgar landsins, Abidjan.
Yamoussoukro var höfuðborg landsins í rúmlega þrjá áratugi
eftir að það fékk sjálfstæði árið 1960 vegna þess, að hún
var fæðingarstaður, bústaður og óopinber starfsvettvangur
forsetans Pélix Houphouët-Boigny (1960-93).
Þarna var samkomustaður eina stjórnmálaflokks landsins, Lýðræðisflokksins.
Yamoussoukro varð mikilvæg borg vegna aðgerða forsetans
fyrrnefnda í tengslum við vegabætur og félagslega þjónustu.
Efnahagur hennar byggist að verulegu leyti á fiskveiðum og
vinnslu, timburvinnslu og framleiðslu ilmvatna.
Meðal áhugaverðra staða er dómkirkjan, stór moska, aðrar
kirkjur og miðskólar. Áætlaður
íbúafjöldi 1984 var 120 þúsund. |