Odienné er borg á norðvestanverðri Fílabeinsströndinni við
mót vega frá Malí, Gíneu og borganna Korhogo og Man. Þar er hefðbundinn markaður fyrir kartöflur (yams),
kassava, nautgripi og sauðfé malinke-fólksins, sem er múslimar.
Bærinn tilheyrði Mali- (Malinke-) keisaradæminu á 14. öld.
Þar er hrísgrjónaverksmiðja og markaður fyrir mangan og dah
(bast til sekkjagerðar) til útflutnings.
Áætlaður íbúafjöldi 1975 var tæplega 14 þúsund. |