Bouaflé er borg á
norðurbakka Bandama Rouge-árinnar í miðhluta Fílabeinsstrandarinnar.Hún er aðalviðskiptamiðstöð skógar- og steppuhéraðs, sem
framleiðir kaffi, kartöflur (yams), kassava og græðisúru.Þetta svæði er aðallega byggt fólki af Guro- og Gagu-kyni.Áætlaður íbúafjöldi árið 1988 var tæplega 35 þúsund.