Alsír,
Flag of Algeria

      Meira

ALSÍR


.

.

Utanríkisrnt.

 

Alsír er ríki í Norður-Afríku, 2.381.741 km² að flatarmáli.  Það á landamæri að Túnis og Líbýju í austri, Níger, Malí og Máritaníu í suðri, Marokkó og Vestur-Sahara í vestri og Miðjarðarhafi í norðri.  Það er næststærsta land afríska meginlandsins og hið ellefta í röðinni í heiminum.  Sex héruð í Sahara eyðimörkinni ná yfir u.þ.b. 90% landsins.  Höfuðborg landsins er Alsír.  Miðjarðarhafið hefur löngum verið hlið landsins til norðurs og Sahara eyðimörkin hefur tengt það öðrum löndum Afríku.

Saga þess, siðir og islam gera það að óaðskiljanlegum hluta arabaheimsins. Sjálfstæðisbarátta landsmanna á árunum 1954-62 ávann Alsíringum virðingu meðal þjóða utan arababandalagsins.  Fyrstu tvo áratugi sjálfstæðis landsins var Alsír talið meðal sósíalískra landa þriðja heimsins.  Á níunda áratugnum jókst frjálsræði og einkavæðing í viðskiptum og komið var á fjölflokka lýðræði árið 1989.  Síðustu ár 20. aldarinnar voru róstusöm í landinu.  Islamskir öfgamenn myrtu þúsundir samlanda sinna og fjölda útlendinga.
.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM