Á
miðöldum var Lettland undir yfirráðum germana sem héruðin Kúrland
og Lívónía.
Á 16. öld náðu Pólverjar þeim undir sig og á 17. öld tóku
Svíar norðurhluta Lívóníu.
Tilraunir Rússa til að ná yfirráðum við Eystrasaltsströndina
heppnuðust, þegar Pétur mikli náði svæðinu frá Svíum árið
1721. Í
lok 18. aldar höfðu Rússar náð allir Lívólíu undir sig.
Eftir rússnesku byltinguna var landið sjálfstætt þar til Rússar
innlimuðu það árið 1940.
Í
síðar heimsstyrjöldinni lögðu Þjóðverjar landið undir sig en Rússar
náðu því aftur 1944 og gerðu það að einu hinna 15 Sovétlýðvelda
með eigin kommúnistaflokki og ríkisstjórn, sem laut boðum yfirvalda
í Moskvu.
Barátta fyrir bættum stjórnarháttum leiddi til þjóðernishreyfingar,
sem stefndi að sjálfstæði árið 1989.
Litháen varð fyrst Eystasaltsríkja til a lýsa yfir sjálfstæði
í kjölfar hruns kommúnismans í Austur-Evrópu.
Í
febrúar 1990 samþykkti lettneska þingið að stefna í sömu átt og
viðræður um aðskilnað hófust við Sovétríkin.
Í kjölfar tilraunar til byltingar gegn umbótum Mikhail
Gorbachew í Sovétríkjunum viðurkenndi nýja ríkisstjórnin sjálfstæði
Lettlands hinn 6. sept. 1991. |