Fólki
í dreifbýlinu fækkaði eftir síðari heimsstyrjöldina, einkum vegna
bágs efnahags, og stöðug fjölgun varð í borgum.
Snemma á níunda áratugnum bjuggu u.þ.b. 70% landsmanna í
þéttbýli.
Riga er fjölmennasta borgin og næstar eru Daugavpils og Liepaja
í röðinni.
Skömmu
eftir 1990 voru Lettar innan við helmingur þjóðarinnar.
Áður en landið var innlimað í Sovétríkin árið 1940 voru
þeir u.þ.b. 75%.
Þá reið yfir bylgja innfluttra Rússa og annarra slava, sem
var mun stærri en náttúruleg fjölgun hinna innfæddu.
Fæðingartíðni var lág meðal allra þjóðflokka, þannig að
íbúum fækkaði.
Eftir að landið varð sjálfstætt og fékk m.a. tækifæri til
að stjórna aðstreymi fólks frá Rússlandi og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum,
var lögð áherzla á að snúa þróuninni við og yngja þjóðfélagið
upp með auknum barneignum Letta.
Tölur frá níunda áratugnum gefa til kynna, að Lettar hafi
leitast við að stækka fjölskyldur sínar til að mæta fjölgun
slava. |