Lettland efnahagslífið,
Flag of Latvia


LETTLAND
EFNAHAGSLÍFIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Iðnvæðingin hófst á síðari hluta 19. aldar í Lettlandi og í lok hinnar 20. var þar mesti þungaiðnaður í Eystrasaltsríkjunum.  Aðalnáttúruauðlindirnar eru sandur, dólómít, kalksteinn, gips, leir og mór.  Olía fannst á Kurzeme-skaga og leitað er að meiri birgðum.

Landbúnaður byggist aðallega á nautgriparækt og kjötframleiðslu.  Tveirþriðjuhlutar lands eru nýttir til kornræktar og afgangurinn til beitar.  Ræktun korns (rúgur í fyrsta sæti) er veigamest til iðnaðar (sykurrófur og hör), þótt lítið land sé lagt undir hana.  Á árunum 1947-50 tókst að koma samyrkjustefnunni í framkvæmd, þrátt fyrir andstöðu og fram undir 1991, þegar landið var lýst sjálfstætt, voru 237 opinber samyrkjubú í landinu.  Á dögum Sovétlýðveldanna urðu Lettar að flytja inn kornvöru í litlum mæli.  Eftir að sjálfstæði var fengið voru landsmenn vongóðir um að geta aukið framleiðsluna með einkavæðingu og snúa dæminu við.

Fiskveiðar:  Lettar stunda fiskveiðar í Eystrasalti í tiltölulega litlum mæli.

Iðnaður.  Vélaframleiðsla og vinnsla úr málmum eru veigamestu iðngreinarnar.  Vinnuaflsfrekur iðnaður, sem krefst lítils hráefnis, s.s. samsetning ljósvaka- og vísindatækja, er líka mikilvægur.  Varanlegar neyzluvörur, ísskápar, þvottavélar, mótorhjól o.fl. eru líka framleiddar.  Þungaiðnaðurinn skilar frá sér skipum, strætisvögnum, rafölum, dísilvélum og landbúnaðartækjum.  Talsvert er framleitt af textílvörum, skófatnaðir og prjónalesi til útflutnings og talsvert af matvælum.  Landið framleiðir tæplega helming þeirrar orku, sem notuð er og umframorkan kemur frá orkuverum, sem nota innflutt eldsneyti og orkuverum í norðvesturhluta Rússlands.  Aðalorkuverin eru við Daugava-ána, Plavinas, Kegums og Riga.  Hitaorkuver eru rekin í Riga og öðrum borgum.  Á Sovéttímanum voru allar stöðvarnar tengdar.

Samgöngur.  Lettland nýtur allra gerða samgöngutækja og samgöngur í landinu eru betri en í hinum Eystrasaltsríkjunum.  Aðalútflutningshafnirnar eru í Riga og Ventspils og þær eru opnar allt árið.  Flugsamgöngur frá Riga hafa aðallega verið við Moskvu og aðrar borgir fyrrum Sovérlýðvelda og aðrar borgir innanlands.  Síðla árs 1991 hóf lettneskt flugfélag rekstur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM