Lettland tölfræði hagtölur,
Flag of Latvia


LETTLAND
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stjórnarfarið í landinu byggist á fjölflokka þingræði með þjóðþingi (Saeima; 100).  Æðsti maður ríkisins er forsetinn og forsætisráðherra er í forystu ríkisstjórna.  Höfuðborg landsins er Riga og opinbert tungumál er lettneska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er lats (flt. lati) = 100 santimi.

Íbúafjöldinn árið 1998 var 2.445.000 (69% í þéttbýli; 46,3% karlar; 98 manns á hvern km²).

Aldursskipting 1996:  15 ára og yngri, 20,4%; 15-29 ára, 20,3%; 30-44 ára, 21,5%; 45-59 ára, 18,5%; 60-74 ára, 14,3%; 75 ára og eldri, 5%.  Áætlaður íbúafjöldi árið 2010:  2.214.000.

Þjóðerni 1996:  Lettar 55,1%, Rússar 32.6%, Hvítrússar 4%, Úkraínumenn 2,9%, Pólverjar 2,2%, Litháar 1,3%, aðrir 1,9%.

Trúarbrögð 1995:  Kristnir 39,6% (þar af 16,7% mótmælendur, 14,9% rómversk katólskir, 8% rétttrúaðir, 0,6% gyðingar) og aðrir 59,8%, flestir utan trúarbragða.

Helztu borgir 1996:  Riga (826.508), Daugaypils (118.530), Liepaja (98.490), Jelgava (70.957), Jumala (59.002).

Fæðingartíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  7,9 (heimsmeðaltal 25.  Árið 1994 fæddust 73,6% barna í hjónabandi.

Dánartíðni miðuð við 1000 íbúa 1996:  13,8 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúrleg fjölgun miðuð við 1000 íbúa 1996:  -5,9 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi 1996 (meðalfjöldi barna á hverja kynþroska konu):  1,2.

Hjónabandstíðni miðuð við 1000 íbúa 1995:  4,4.

Skilnaðatíðni miðuð við 1000 íbúa 1995:  3,2.

Lífslíkur frá fæðngu 1996:  Karlar 60,8 ár, konur 73,2 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við hverja 100.000 íbúa 1994:  Hjartasjúkdómar 917, slys, sýkingar og ofbeldi 236, krabbamein 220 og sjúkdómar í öndunarfærum 52,8.

Efnahagsmál.
Fjárlög 1995:  Ls 686.500.000 (til almannatrygginga 34,1%, virðisaukaskattur 32%, aðrar tekjur 13%, neyzlutollar 7,5%, tekjuskattur fyrirtækja 6,9%).  Gjöld:  Ls 756.390:000 (félagslega kerfið 41,3%, menntakerfið 13%, heilbrigðiskerfið 6,8%, löggæzla 6,2%, varnarmál 2,6%).

Framleiðsla (í tonnum, nema annars sé getið):
Landbúnaður, timburvinnsla og fiskveiðar 1996:  Kartöflur 900.000, bygg 384.000, hveiti 306.000, sykurrófur 245.000, grænmeti og melónur 232.000, ávestir og ber 91.000.  Fjöldi kvikfjár:  Svín 553.000, nautgripir 537.000, sauðfé 71.200, alifuglar 3.500.000.  Rúmmetrar af timbri 6.907.000.  Fiskafli 1995:  149.719 tonn.  Námuvinnsla 1996:  Mór 462.700, gips 77.226.  Framleiðsla 1994 (í milljónum US$):  Matvæli 193, textílvara 41, eldsneytisvélar 39.  Byggingariðnaður 1995:  íbúðir 219.000.000 m².  Orkuframleiðsla (miðuð við notkun):  Rafmagn 1995 (kW-stundir):  3.984.000.000 (6.258.000.000), kol 1994: engin, olíuvörur 1994:  engin (2.516.000), náttúrlegt gas í m³ 1994: engin (886.000.000).

Gjöld og tekjur heimilanna.  Meðalfjölskylda 1989:  3,1.  Tekjulindir 1994:  Laun 67%, lífeyrir 17,4%, verktakavinna 5,4%, aðrar 10,2%.  Gjöld 1995:  Matvæli 44,2%, húsnæði og orka 14,1%, fatnaður 8,1%, samgöngur 7,8%, afþreying og menntun 6,3%.

Erlendar skuldir 1996:  US$ 298.000.000.-.

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 5.730.000.000.- (US$ 2.300.- á mann).

Vinnuafl 1995:  1.276.000 (50,8%; konur 49,1%; atvinnulausir 1997:  7,5%).

Landnotkun 1994:  Skógar 44,4%, engjar og beitland 12,4%, ræktað land 27%, annað 16,2%.

Innflutningur 1996:  Ls 1.278.000.000 (eldsneyti 22,2%, vélar og tæki 16,8%, efnavara 11%, textílvara 8%, málmar 6,4%.  Aðalviðskiptalönd:  Rússland 20,2%, Þýzkaland 13,8%, Finnland 9,2%, Svíþjóð 7,9%, Litháen 6,3%.

Útflutningur 1996:  Ls 795.000.000 (timburvara 24,4%, textílvara 16,9%, matvæli og landbúnaðarvörur 16,4%, vélar og tæki 9,7%).  Aðalviðskiptalönd:  Rússland 22,8%, Þýzkaland 13,8%, Bretland 11,1%, Litháen 7,4%, Svíþjóð 6,6%.

Samgöngur.  Lengd járnbrauta 1996:  2413 km.  Vegakerfið 1993:  64.693 km (m/slitlagi 18,2%).  Fjöldi farartækja 1996:  Fólksbílar 379.895, vörubílar og rútur 90.184.  Kaupskipafloti 1992:  Fraktskip 261.  Flugvellir með áætlunarflugi 1996:  1.

Menntun 1988:  0,6% eldri en 25 ára eru án menntunar, 18,5% með ófullkomna grunnskólamenntun, 21,2% með grunnskólamenntun, 46,3% með framhaldsmenntun, 13,4% með æðri menntun.  Læsi 1989 (15 ára og eldri): 99,5%.

Heilbrigðismál 1995:  Einn læknir á hverja 298 íbúa og eitt sjúkrarúm á hverja 90 íbúa.  Barnadauði miðaður við hver 1000 börn fædd lifandi árið 1996:  15,9.

Næring 1995:  Dagleg meðalneyzla á hvern íbúa í kaloríum:  2967 (grænmeti 73%, kjötmeti 27%), sem eru 116% af lágmarksviðmiðun FAO.

Hermál.  Heildarfjöldi hermanna 1997:  8100 (landamæraverðir 44,4%, landher 42%, flugher 1,5%).  Útgjöld til hermála í hlutfalli við verga þjóðarframleiðslu:  0,9% (heimsmeðaltal 2,8%).  Kostnaður á mann US$ 29.-.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM