Lettland stjórnarfar stjórnsýsla,
Flag of Latvia


LETTLAND
STJÓRNARFARIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lettland var Sovétlýðveldi á árunum 1940-91, þegar ríkisstjórn landsins lýsti yfir sjálfstæði þess 21. ágúst og Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna 6. sept. 1991.  Þegar sjálfstæðið var orðið að veruleika var réttkjörin ríkisstjórn og forseti við stjórnvölinn og dómsvaldið var í höndum almennra dómstóla.  Dómarar þeirra voru kjörnir til tveggja ára í senn.

Nokkur lýðræðissamtök sameinuðust í lettnesku fjöldahreyfingunni.  Kommúnistaflokkurinn var eina leiðin til valda, þegar Sovétríkin réðu því, sem þau vildu.  Í honum voru aðallega Rússar og aðrir slavar auk rússlandssinnaðra Letta, sem höfðu búið í Rússlandi mestan hluta ævi sinnar.  Völd kommúnistaflokksins fóru að dvína árið 1990, þegar komið var á fjölflokkakerfi, og árið 1991 var flokkurinn afnuminn.

Vegna hinnar miklu tortryggni, sem kommúnistaflokkurinn skildi eftir sig, varð hið pólitíska landslag mjög flókið eftir að sjálfstæði landins var tryggt.  Sjálfstæðishreyfingin, sem var stofnuð 1988, átti víðtækt fylgi, en margir aðrir flokkar störfuðu á svipuðum grundvelli og juku fylgi sitt.  Ýmsir flokkar, sem byggðu á frjálsri heimspeki, umhverfismálum eða sérhagsmunamálum, s.s. einkavæðingu, tóku þátt í kapphlaupinu.

Eitthvert erfiðasta málið, sem ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna stóðu frammi fyrir eftir að þau urðu sjálfstæð, var gífurlegur fjöldi sovézkra hermanna.  Áætlaður fjöldi þeirra í Lettlandi var 50 þúsund.  Erfitt var að hraða brottflutningi þeirra, m.a. vegna mikils húsnæðisskorts í fyrrum Sovétríkjunum.  Hundruð þúsunda hermanna voru líka á heimleið frá öðrum löndum Austur-Evrópu á sama tíma.  Samið var um upphaf brottflutningsins árið 1992 en engin lokadagsetning var sett í samningana.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM