Hondúras meira,
Flag of Honduras

ÍBÚARNIR NÁTTÚRAN
TÖLFRÆÐI
MENNING.
EFNAHAGUR
STJÓRNSÝSLA
SAGAN

HONDURAS
MEIRA

Map of Honduras
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Rúmlega þrír fjórðungar landsins eru fjöllóttir.  Láglendi finnst aðeins í dölum og með ströndum fram.  Uppi á hálendinu rísa margir litlir tindar og aðaldrættir í landslaginu hafa vestur-austurstefnu. Mjó óshólmaslétta við Fosecaflóa veit mót suðri og Kyrrahafinu.  Suðvesturfjöllin og eldvirkt hálendið hafa hlaðizt upp úr eldfjallaösku og hraunum á tertíertíma fyrir 66,1-1,6 milljónum ára.  Norðurfjöllin, þar sem ber mest á graníti og kristölluðu bergi, eru eldri.

Landslag og lega.  Það er hægt að skipta landinu í fjögur eftirfarandi landslagssvæði.

Austurkarabísk láglendissvæðin, að meðtöldum norðurhluta Moskítóstrandar og fjallahlíðarnar ná yfir u.þ.b. fimmtung landsins.  Þessi landshluti er heitur og rakur og vaxinn þéttum skógi inni á hásléttunum.  Þar er skógarhögg mikilvæg atvinnugrein.  Þarna í strjálbýlinu draga íbúarnir fram lífið með sjálfsþurftarbúskap og fiskveiðum.

Norðurströndin, árósar hennar og strandfjöllin ná yfir u.þ.b. áttunda hluta landsins og þar býr u.þ.b. fjórðungur íbúanna.  Þessi landshluti er efnahagslega mikilvægur, þar sem frjósamur jarðvegurinn gefur af sér ríkulegar uppskerur af bönunum, hrísgrjónum, kassava (maníok eða júka), olíupálmum, maís, sítrusávöxtum og bauna.  Þar er líka nautgripa-, svína- og hænsnarækt.  Járnbrautir landsins eru veltengdar þessum landshluta vegna hafnarbæjanna fimm á svæðinu.

Miðhálendið nær yfir u.þ.b. tvo þriðjunga landsins og þar býr lungi þjóðarinnar.  Vesturfjöllin rísa hæst í Mt. Las Minas, 2849 m, sem er hæsti tindur landsins.  Mikill fjöldi flatbotna dala er í 600-1200 m hæð yfir sjó og þar er öskublandaður jarðvegurinn frjósamur og upplagður til ræktunar kaffis, tóbaks, hveitis, maís, sorghum, bauna, ávaxta og grænmetis.  Þarna eru líka góð beitilönd fyri nautgripi, svín og hænsni.

Miðja láglendisins við Kyrrahafið er við Fonsecaflóa.  Þar og í fjallahlíðunum býr lítið brot þjóðarinnar enda er svæðið ekki stórt.  Þar er mikið ræktað af sesamfræi, baðmull og lítið eitt af maís og sorghum.  Nautgripir eru á beit niðri á láglendinu og kaffi er ræktað til fjalla.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM