Hondúras tölfræði hagtölur,
Flag of Honduras


HONDÚRAS
HAGTÖLUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið heitir Lýðveldið Hondúras.  Þar er margflokka þing í einni deild (128) og forsetinn er æðsti embættismaður ríkisins..  Höfuðborgin er Tegucigalpa.  Opinbert tungumál er spænska.  Engin opinber trúarbrögð.  Gjaldmiðillinn er lempira = 100 centavos.

Íbúafjöldi 1998:  5.919.000 (52,6 manns á km²; þéttbýli 42,9%, dreifbýli 57,1%; karlar 50,07%)

Aldursskipting 1990:  Yngri en 15 ára, 44,6%;  16-29 ára, 28,3%;  30-44 ára, 14,4%;  45-59 ára, 7,8%;  60-74 ára, 3,9%;  75 ára og eldri 1%.

Tvöföldunartími íbúafjöldans er 24 ár.

Áætlaður íbúafjöldi 2010, 7.370.000.

Flokkun íbúanna 1987:  Mestizo 89,9%; indíánar 6,7%; svartir 2,1%; hvítir 2,9%.

Trúarbrögð 1995:  Rómversk-katólskir 86,7%; mótmælendur 10,4%, þar af gyðingar 5,7%; önnur trúfélög 2,9%.

Helztu borgir 1995:  Tegucigalpa (814þ), San Pedro Sula (384þ), La Ceiba (89þ), El Progreso (86þ), Choluteca (77þ).

Fæðingartíðni á 1000 íbúa 1993, 35,8 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni á 1000 íbúa 1993:  6,4 (heimsmeðaltal 9,3).

Íbúafjölgun (náttúruleg) á 1000 íbúa 1993:  29,4 (heimsmeðaltal 15,7).

Barnafjöldi á hverja kynþroska konu 1993:  4,9.

Hjónabandstíðni á 1000 íbúa 1983:  4,9.

Skilnaðatíðni á 1000 íbúa 1983:  0,4.

Lífslíkur við fæðingu 1993:  Karlar 64,8 ár, konur 69,2 ár.

Helztu dánarorsakir á 1000 íbúa:  Hjartasjúkdómar 48,4, sýkingar 46,6, slys og ofbeldi 42,2 og sjúkdómar í öndunarvegi 26,3.

Þjóðarskuldir 1996:  US$ 3,855 milljarðar.

Framleiðsla í tonnum nema annars sé getið:

Landbúnaður:  Sykurreyr 3,3, bananar 1, maís 0,6, ananas 0,27, sterkja 0,19, kaffi 0,131, pálmaolía 0,077, sorghum 0,068, þurrkaðar baunir 0,055, hrísgrjón 0,041.

Fjöldi búfjár:  Nautgripir 2,2 milljónir, svín 600 þúsund, hænsni 14 milljónir.

Timbur:  6,4 milljónir m³.

Fiskveiðar 1995:  24.333 tonn.

Námugröftur 1995:  Gips 26.000 tonn, salt 25.000, sink 14.500, blý 2.000, kopar 390.

Iðnaðarframleiðsla 1995:  Sement 995.100, hrásykur 406.000, hveiti 216.000, bjór 7.989.000 hektólítrar, mjólk 672.260 hektólítrar, sígarettur 2,4 milljarðar.

Orkuframleiðsla:  Rafmagn 1994, 2,655 milljarðar kWst. (notkun 2,672).  Eldsneytisnotkun 3.064.000 tunna.

Tekjur og gjöld heimilanna

Meðalheimili = 5,4.  Engar tölur til um meðaltekjur.  Laun 58,8%, frá ættingjum erlendis 1,8%, aðrar tekjur 39,4%.  Gjöld 1986:  Matvæli 44,4%, húsnæði og tæki 22,4%, fatnaður 9%, húsgögn 8,3%, heilsugæzla 7%, samgöngur 3%, önnur gjöld 5,9%

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 80 milljónir.  Gjöld US$ 57 milljónir.

Heildarþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 4,012 milljarðar (US$ 660.- á mann).

Vinnuafl 1995:  Alls 1.796.200 eða 32,6% þjóðarinnar.  Eldri en 15 ára (1992) 58,3%, konur 31,7%. Atvinnuleysi (1990) 40%.

Landnýting 1994:  Skóglendi 53,6%, engi og beitilönd 13,8%, ræktað land 18,1%, annað 14,5%.

Innflutningur 1995:  US$1,588 milljarðar (vélar og raftæki 17,1%, efnavörur 14,8%, kol 14%, járnvörur 8,7%, samgöngutæki 8,4%, plasvörur og resin 7,3%).

Helztu viðskiptalönd:  BNA 42,8%, Japan 4,7%, Þýzkaland 3,6%, Mexíkó 3%, Brasilía 1,8%, Spánn 1,8%, Holland 1,5%.

Útflutningur 1995:  US$ 1,093 milljarðar (kaffi 32%, bananar 19,6%, rækja og humar 14,5%, sink 2,5%, frosið kjöt 1,2%).

Helztu viðskiptalönd:  BNA 54,2%, Þýzkaland 6,9%, Belgía 4,8%, Japan 3,6%, Spánn 3,6%, Holland 2,1%, Ítalía 1,9%.

Samgöngur
Járnbrautir 1989, 1015 km.  Farþegakm. 7,7 milljónir.  Tonnkm. 30,2 milljónir.
Vegakerfið 1995:  15.500 km, 20% með slitlagi.  Fólksbílar 81.439, vörubílar og rútur 170.006.
Fraktskipafloti 1992:  Stærri en 100 tonn, 966.  Heildarburðargeta u.þ.b. 1,5 milljónir tonna.
Loftflutningar 1994:  Farþegakm 300 milljónir.  Tonnakm 43 milljónir.  Flugvellir með áætlunarflugi 8.

Menntun 1988:  33,4% íbúanna eldri en 10 ára hafa enga menntun, 50,1% eru með barnaskólamenntun, 13,4% með menntaskóla, 3,1% með æðri menntun.  Læsi 1995 eldri en 15 ára, 72,7%, konur 72,7%, karlar 72,6%.

Heilsugæzla 1990:  Einn læknir á 1586 íbúa.  Sjúkrarúm 1994, eitt á 1126 íbúa.  Barnadauði 1993, 47,2.

Næring 1995:  Dagleg næring á mann 2359 kalóríur (grænmeti 88%, kjötmeti 12%).

Hermál 1996:  Fjöldi í herjum landsins 18.800 (landher 85,1%, sjóher 5,3%, flugher 9,6%).  Útgjöld til hermála 1995, 1,4% af heildarþjóðartekjum eða US$ 8.- á mann.(heimsmeðaltal 2,8%).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM