Hondúras er fátækt land og íbúar þess búa við mjög erfið
efnahagsskilyrði.
Ríkisstjórnir landsins hafa rekið árangursríkari stefnu í
efnahagsmálum en fyrrum frá því um miðja 20. öldina.
Árið 1954 varð verkfall verkamanna í bananaræktinni til þess,
að verkalýðsfélögum óx verulega fiskur um hrygg.
Árið 1955 var samþykkt vinnulöggjöf, sem á sér hvergi hliðstæðu
annars staðar í Latnesku-Ameríku.
Árangurinn var bætt lífsskilyrði fyrir almenna verkamenn og rýmri
rekstarskilyrði fyrir fyrirtækin.
Þessari löggjöf er ekki alltaf fylgt út í yztu æsar og sums
staðar eru vinnuskilyrði enn þá ömurleg.
Náttúruauðlindir.
Meðal þeirra teljast ræktað land með norðurströndinni og
dalir hálendisins, stórir furuskógar, takmarkað magn af silfri, blýi,
sínki og verðlitlu járngrýti í jörðu.
Uppi á hálendinu byggja íbúarnir afkomu sína aðallega á sjálfsþurftarbúskap,
búfjárrækt og námugreftri en á láglendinu eru stórbúgarðar, sem
byggja afkomu sína mikð á bananaræktun.
Fellibylurinn Mitch olli gífurlegu tjóni í landbúnarhéruðum
landsins og á samgöngukerfinu og mikillar enduruppbyggingar var þörf.
Þjóðarframleiðslan.
Landbúnaðurinn er mikilvægasti atvinnuvegur landsins.
Um miðja 20. öldina stóð afrakstur hans undir fjórðungi
heildarþjóðartekna.
Lungi vinnuaflsins starfar í þessari atvinnugrein.
Tvö bandarísk stórfyrirtæki, Chiquita og Dole ráða yfir stórum
hlutum landbúnaðarsvæða landsins, þar sem þau rækta banana, sem
eru mikilvæg útflutingsafurð.
Aðrar mikilvægar afurðir til útflutnings eru kaffibaunir, baðmull,
tóbak og sykurreyr.
Maís er aðalfóðurafurðin.
Nautgriparækt er mikilvæg og mikið er flutt út af nautakjöti.
Skógarhögg.
Rúmlega helmingur landsins er skógi vaxinn og timburútflutingur
skipar veigamikinn sess í efnahagslífinu.
Víðáttumiklir furuskógar sýktust á sjöunda áratugnum og
verulega dró úr útflutningi mahónís.
Mikið var og er brent og rutt af skóglendi til landbúnaðar og
trjáviður er mikið notaður sem eldsneyti, þannig að stöðugt
gengur á skóga landsins.
Núverandi ofnýting skóga kemur efnahag landsins ekki að
notum, þar sem mikið magn trjábola kemst ekki alla leið í sögunarmyllurnar
og þar eru afföllin rúmlega 50%.
Ríkisstjórn landsins greip til þess ráðs að þjóðnýta
alla skóga landsins árið 1974 til að stemma stigu við þessari þróun
en árangurinn hefur látið á sér standa.
Eyðing skóga er enn þá gífurlegt vandamál.
Fiskveiðar
eru atvinnuvegur í þróun, aðallega undan ströndunum við Karíbahafið.
Rækja er mikilvægasti aflinn og mestur hlutin hennar er seldur
til BNA.
Iðnframleiðsla
stóð undir sjötta hluta þjóðartekna um miðja síðustu öld.
Einkum er um að ræða lítil iðnfyrirtæki, sem eru rekin með
miðlungstæknibúnaði og eru afkastalítil.
Allmörg erlend fyrirtæki, „maquiladoras”, byggð á fríverzlun,
hófu starfsemi seint á síðustu öld.
Árið 1997 voru þau með 75.000 manns í vinnu, aðallega kvenfólk.
Helztu framleiðsluvörur landsins eru drykkjar- og vefnaðarvörur,
fatnaður, efnavörur, timbur og pappírsvörur.
Stærstu verksmiðjurnar eru á þéttbýlissvæðum San Pedro
Sula og Tegucigalpa.
Jarðefni.
Þessi náttúruauðæfi, silfur, gull, blý sink, antimoní, járn,
kvikasilfur og kopar, eru af skornum skammti.
Á tímabilinu frá 19. öld fram á miðja 20. öldina byggðist
efnahagur landsins aðallega á silfur og gullnámi, einkum í El
Mochitonámunni, sem er hin stærsta í Mið-Ameríku.
Á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar var hlutfall þessarar
atvinnugreinar komið niður í 2% af heildarþjóðartekjum og sink orðið
mikilvægast.
Járnbrautirnar,
sem eru ríkisreknar, eru á fallanda fæti.
Kerfið nær frá Puerto cortez til San Pedro Sula og er einkum
notað til flutings borðviðar og landbúnaðarafurða.
Telajárnbrautin, sem var í eigu United Brands Company, varð ríkiseign
1975 og er einkum notuð fyrir búgarðana í Austur-Suladalnum og
strandhéruðin.
Önnur ríkisjárnbraut liggur austur með ströndinni til
Balfate og inn í Aguándalinn.
Vegakerfið.
Fjöllótt landslag landsins krefst vegakerfis annars staðar en
á sléttlendi, þar sem járnbrautir koma að góðum notum og á því
byggist meginhluti vöru- og fólksflutninganna.
Aðalvegur landsins er norður-suður hraðbrautin, sem tengir
hafnarborgina San Lorenzo Kyrrahafsmegin við Puerto Cortez við Karíbahaf.
Þessi hraðbraut liggur um mestu athafna- og viðskiptaborgirnar
San Pedro Sula og Tegucigalpa, tengist vegum frá mikilvægustu landbúnaðarsvæðunum
í Sula- og Cholutecadölunum og meðfram Karíbaströndinni.
Ameríska hraðbrautin (Pan-American Highway) liggur um suðurhlutann,
u.þ.b. 165 km leið.
Ein hraðbraut liggur frá San Pedro Sula að landamærum El
Salvador og önnur meðfram norðurströndinni til La Ceiba.
Fellibylurinn Mitch olli gífurlegu tjóni á vegakerfi landsins
1998.
Hafnir.
Allar hafnir landsins eru ríkisreknar.
Helztar þeirra eru Puerto Cortez, Tela, La Ceiba og Puerto
Castilla.
Stór skip geta legið við akkerisfestar í djúpu Kyrrahafinu
við Amapala á El Tigreeyju og San Lorenzo, þar sem hafnargerð var
lokið 1978.
Flugsamgöngur.
Innanlandsflugið er á fallanda fæti í landinu.
Ramón Villeda Morales alþjóðaflugvöllurinn er við San Pedro
Sula. Flugvöllurinn
við Tegucigalpa er mun minni og brautir styttri, þannig að hann getur
ekki tekið við umferð stórra flugvéla með góðu móti. |