JARÐFRÆÐISAFNIÐ.
Geological
Museum, er við Exhibition Road, South Kensington, SW7 2DE.
Brautarstöð: South
Kensington. Opið mánudaga til laugardaga kl. 10:00-18:00 og sunnudaga
kl. 14:30-18:00. Aðgangur
ókeypis.
Safnið
leggur áherzlu á að sýna hin ýmsu efni, sem finnast í jörðu víðs
vegar um heiminn, og að gefa útskýringar með kvikmyndum.
Í aðalsalnum er
hnattlíkan (2m í þvermál), sem snýst.
Á fyrstu hæð er fjallað um sögu jarðar.
Eðalsteinasafnið er víðfrægt og steinunum er stillt út í
upprunalegu formi og slípuðum. Ein
sýninganna, sem er ekki skipt um, er „Bretland fyrir búsetu
manna”. Auk hennar er sýnd jarðfræði mismunandi svæða landsins
og viðskiptajarðfræði heimsins.
Þarna er einnig að finna steina frá tunglinu úr ferð Apollo.
KENSINGTON-HÖLL
er
í Kensington Palace Gardens, W8. Brautarstöðvar: Queensway, High Street Kensington. Opin mánudaga til laugardaga kl. 09:00-17:00 og sunnudaga
kl. 13:00-17:00. Aðgangseyrir.
Kensington-höll,
sem var einkaheimili ensku þjóðhöfðingjanna frá1689-1760, er nú
opin almenningi að hluta til. Mestur
hluti hallarinnar er enn þá bústaður konungsfjölskyldunnar og há-aðalsins.
Vilhjálmur
III keypti höllina og fól Sir Christopher Wren að breyta henni í
konunglegan bústað. Georg
I hélt verkinu áfram með aðstoð William Kent og lauk því.
Síðasti konungurinn, sem hafði þar búsetu, var Georg II.
Viktoría drottning fæddist þar og fékk þar boðin um, að hún
væri orðin drottning 18 ára. María
drottning fæddist þarna líka. Vilhjálmur
III, María II, kona hans, Anna og Georg II dóu öll í höllinni.
Eftirfarandi
hlutar hallarinnar eru opnir almenningi:
Opinberu
salirnir á annarri hæð (inngangur í norðausturhorni hallarinnar).
Þar eru málverk, einkum frá 17. og 18. öld.
Stigahúsið
(Queen's Staircase), sem Sir Christopher Wren hannaði árið 1690.
Drottningarsalurinn.
Eikarklæddur salur með andlitsmyndum konunga.
Borð-,
setu- og vinnustofur og svefnherbergi drottninganna Viktoríu, Maríu og
Önnu. Öll herbergin eru búin
persónulegum húsmunum þeirra.
„Cupola-salurinn”,
sem er prýddur loftmyndum og klukku frá 1730 (Musteri einræðisríkj-
anna fjögurra: Assýríu,
Persíu, Grikklands og Rómar).
Ýmsir
salir og herbergi konunganna Vilhjálms III, Georgs I og Georgs II.
Sýningarsalur
Vilhjálms konungs, sem Wren hannaði 1694, 32 m langur með áhugaverðum
málverkum frá London á 18. og 19. öld, loftmálverki eftir
Kent (Ævintýri Ódysseifs) og tréskurði eftir Grinling Gibbons.
Gróðurhúsið
(Orangerie) frá 1704, sem var talið að Wren hefði hannað, en líklega
er það verk Hawksmoor.
Fyrir
framan suðurhlið hallarinnar er stytta af Vilhjálmi III, sem Vilhjálmur
keisari gaf Játvarði VII. Austan
við höllina er minnismerki um Viktoríu drottningu.
Fólki
er ráðlagt, að láta ekki hjá líða að ganga um garða
hallarinnar, þegar það fer að skoða hana. Karólína, drottning Georgs II, á heiðurinn af útliti þeirra
(1728-31). Á sunnudögum (í
góðu veðri) eru haldnir tónleikar í garðinum, eins og öðrum
konunglegum görðum.
Í
Kensingtongarðinum er líka Albertsminnismerkið og
Serpentine-listasafnið (samtíðarlist;
opið daglega 10:00-16:00).
KLEÓPÖTRUNÁLIN
á
Victoria Embankment. Brautarstöð: Embankment.
Þessi 13m hái og 180 tonna einsteinungur tengist Egyptalandi í
heild en ekki sérstaklega Kleópötru.
Hann er úr rauðleytu graníti og gjöf frá egypzka
varakonunginum Mohammed Ali. Árið
1878 var hann fluttur sjóleiðina til Englands.
Skipið hreppti hið versta veður á leiðinni og sex hásetar týndu
lífi. Eftir að
einsteinungnum hafði verið komið fyrir á Charing Cross á Victoria
Embankment skírði fólk hana umsvifalaus 'Kleópötrunálina' og það
nafn hefur haldizt síðan.
Óbeliskan
er helmingur af pari (hin stendur í Central Park í New York), sem var
höggvið úr klettum í Heliopolis í kringum 1500 f.Kr.
Hýróglífska letrið á henni rómar hetjudáðir og sigra Tútmósis
III og Ramsesar mikla.
Mynd: Kleópötrunálin við ána Thames.
*STRÍÐSMINJASAFN HEIMSVELDISINS.
„Imperial
War Museum” er við Lambeth Road, SE1.
Brautarstöðvar: Lambeth North, Elephant og Castle. Opið mánudaga til laugardaga kl. 10:00-17:50 og sunnudaga
kl. 14:00-17:50. Aðgangur
ókeypis.
Þetta
safn, sem er helgað sögu beggja heimsstyrjaldanna, var stofnað árið
1920 og komið fyrir í núverandi húsnæði í Geraldine Mary
Harmsworth-garðinum árið 1936.
Í
sjóhernaðardeildinni er þýzkur einsmannskafbátur, ítalskt
tundurskeyti með þýzkri segul-sprengju, sem einn maður stýrði, líkön
af herskipum og kafbátum og einkennisbúningar.
Í
landhernaðardeildinni hljómar stöðugt söguleg frásögn:
„Leiðin til ófriðar”, sem nær yfir tímabilið frá 1870
til 1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út.
Þar gefur að líta sprengjuvörpur, skotvopn, fallbyssur og vélbyssur,
brezka og indverska einkennisbúninga, herbúnað og búnað fallhlífahermanna.
Í flughersdeildinni er
sýnd þróun herflugvéla frá árinu 1914.
A -
B - C -
D - E - F - G -
H - J - K -
L |