GIMSTEINATURNINN
= The
Jewel Tower er í Old Palace Yard, SW1.
Brautarstöð: Westminster. Opinn
mánu-daga til laugardaga kl. 10:30-16:00.
Aðgangseyrir.
Gimsteinaturninn er
einn fárra hluta Westminster-hallar, sem stendur enn þá. Hann er nú safn. Fyrrum
geymdu konungarnir einkafjársjóði sína í honum (ekki skartgripi krúnunnar).
Henry Yvele byggði hann árið 1366 og hann þjónaði þessum
tilgangi til dauða Hinriks VIII. Frá
upphafi 17. aldar var hann notaður sem skjalasafn lávarðadeildarinnar.
Verzlunarráðið hafði þar löggild-ingarstofu frá 1869 til
1938. Turninn skemmdist
mikið í síðari heimsstyrjöldinni og var endur-byggður í fyrri
mynd á árunum 1948-56. Í
litlum, hvelfdum herbergjum hans eru til sýnis munir úr gömlu höllunum
í sýningarkössum.
GRAY'S
INN
við
Gray's Inn Road, WC2. Brautarstöð: Chancery
Lane. Opið: Garður: Maí -
júlí mánudaga til föstudaga kl. 12:00-14:00, ágúst - september mánudaga
til föstudaga kl. 09:30-14:00. Það
er hægt að skoða húsið með sérstöku leyfi.
Aðgangur ókeypis.
Gray's
Inn er einn fjögurra lögfræðiskóla Lundúna.
Hinir þrír eru í 'The Temple', 'Middle Temple' og 'Inner
Temple' og 'Lincoln's Inn'.
Talið
er að Gray's Inn hafi verið stofnaður þegar á 14. öld en ekki eru
allir á eitt sáttir um þá dagsetningu.
Skólinn var nefndur eftir fyrrum eigandum hans, jörlunum Gray.
Húsnæði skólans var endurnýjað eftir miklar skemmdir í síðari
heimsstyrjöldinni. Það
er í afarfögrum garði, sem er opinn almenningi frá maí til
september, en börnum er ekki leyfður aðgangur.
Sérstakt leyfi frá embætti aðstoðarfjármálaráðherra
landsins þarf til að skoða kapelluna, salinn og bókasafnið.
Salinn, sem er frá 16. öld, prýða fagrir, steindir gluggar með
skjaldarmerkjum fjárhaldsmanna skólans.
Þarna var eitt verka Shakespears, Gamanleikur misklíðarinnar,
frumsýnt árið 1594.
Í bókasafninu stendur stytta heimsspekingsins og stjórnmálamannsins
Francis Bacon, sem var þekktasti meðlimur Gray's Inn. Hann bjó þarna á árunum 1576-1626.
**GREENWICH
er brautarstöð:
Surrey Docks. Lestarstöðvar:
Greenwich, Maze Hill. Ferja:
Greenwich Pier (á sumrin).
Greenwichbær,
einhver fallegasti borgarhluti Lundúna, er u.þ.b. 10 km neðan við
London Bridge. Bærinn varð
þekktur fyrir stjörnuskoðunarstöð sína (með 0-baugnum), stóran
lystigarð, sjóferðasafn og fyrrum sjúkrahús, þar sem nú er Hinn
konunglegi sjóðlisforingjaskóli.
Það er skemmtilegast að sigla með ferju frá
Westminster-bryggjunni til Greenwich.
Cutty
Sark og Gipsy Moth IV liggja við
Greenwich-bryggjuna. Opið
mánudaga til laugardaga kl. 11:00-18:00 og sunnudaga kl. 14:30-18:00 (á
veturna til kl. 17:00). Aðgangseyrir.
Cutty
Sark er nú safnskip. Það var síðasta og frægasta teskipið, sem sigldi hina
svokölluðu 'teleið' milli Englands og Kína á 19. öld.
Skipið var byggt árið 1869.
Það var talið fallegasta og hraðskreiðasta (17 hnútar) skip
síns tíma. Skipið var
sett í þurrkví árið 1956. Á
neðra þilfari þess eru sýndar margar stafnstyttur og teikningar og
minjagripir frá ferðum þess til Kína, Ceylon (Sri Lanka) og
Indlands.
Örskammt
frá Cutty Sark er snekkjan Gipsy Moth IV, sem Francis Chichester sigldi
á aleinn umhverfis jörðina á árunum 1966/67 (Elísabet II aðlaði
hann fyrir dáðina). Bæði
skipin eru lokuð á nýársdag, aðfangadag og jóladag, en opin föstudaginn
langa og annan í jólum. Börn
undir 14 ára aldri verða að vera í fylgd fullorðinna.
Lystigarðinn
í Greenwich skipulagði
landslagsarkitekt Lúðvíks 14., Le Nôtre, fyrir Karl II.
Hann er opinn almenningi og vinsæll meðal Lundúnabúa, sem njóta
þess að ganga um stíga hans í skugga trjánna, virða fyrir sér
litfögur blóm og fugla, leika tennis og krikket eða fá sér
hressingu í veitingahúsinu á meða börnin leika sér á
leikvellinum.
Sjóferðasafnið
í Queen's House við Romney Road rekur sögu sjóferða frá dögum
Tudor-ættarinnar fram á okkar daga.
Á byrjunarreit er Tudor- og Stuart-tímabilið (frá lokum 15.
aldar til upphafs 18. aldar). Þá
koma munir frá Napóleonsstyrjöldunum í Gaird-salnum og síðari
heims-styrjöldinni í austurálmunni.
Queen's
House er í Palladian-stíl (Inigo Jones). Það
átti að verða fyrirmynd annarra bygginga, sem ekki varð.
Hlutföll hússins eru mjög samræmd og skreytingar mjög nákvæmar.
Marmaragólfin eru mjög vel lögð og útskorin og máluð
loftin afarfögur. Girðingar
úr smíðajárni eru meistaraverk.
Jakob I fól Inigo Jones að byggja hús, sem hann byrjaði á
1617, fyrir konu sína, Önnu af Danmörku.
Eftir lát Önnu stöðvaði konungur framkvæmdir, en Karl I bað
Inigo að halda þeim áfram árið 1629 fyrir konu sína, Henriettu Maríu.
Austur-
og vesturálmunum, sem eru tengdar aðalbyggingunni með súlnagöngum,
var bætt við á árunum 1805-16.
Þar var Hinn konunglegi sjúkraskóli fyrir syni sjómanna til
1933, en þá var hann fluttur til Suffolk, og safnið var opnað árið
1937.
Minjasafn
um Lord Nelson er í sérstökum sal.
Þar er m.a. einkennisbúningurinn, sem hann bar í orrustunni við
Trafalgar.
Aðrir
áhugaverðir sýningarsalir:
Rannsóknarherbergið með þúsundum prentana.
Bátaherbergið (Barge House) með ríkisbát Maríu II (1689) og
báti Friðriks, prins af Wales (1732).
Siglingarfræðiherbergið með klukku Harrisons, sem var fyrsti
tímamælirinn, sem var nógu nákvæmur fyrir siglingarfræðina.
Neptúnsalurinn með yfirliti yfir báta- og skipasmíði og
fallegu safni stafnstyttna og hausa.
Myndirnar,
sem hanga í aðalsýningarsölunum eru sérkapítuli.
Þar eru sjávarmyndir eftir van de Velde, William Turner og
Muirhead Bone. Þar eru líka
andlitsmyndir af frægum sæförum eftir Kneller, Lely, Hogarth,
Reynolds, Gainsborough og Romney.
Gamla
konunglega stjörnuathugunarstöðin
var í Flamsteed House (Sir Christopher Wren var arkitekt) í
Greenwich-garðinum til ársins 1957.
Hana stofnaði Karl II árið 1675 til eflingar sjóferða.
Nú er hún í Herstmonceux (Sussex) en í flamsteed House er
safn gamalla tækja til stjörnuathugana, þ.á.m.
úr frá árunum 1736-64. Steinplata
í húsinu sýnir legur 0-baugsins, sem skilur á milli aust- og vestlægrar
breiddar.
Árið
1965 var Caird-stjörnuathugunarstöðin opnuð.
Uppi í turni, sem líkist helzt mastri, er rauð kúla, sem
fellur niður daglega á slaginu 13:00.
Það er merki til skipa, sem liggja við akkeri á Themse, að
stilla klukkur sínar.
Á
meðan á skólaleyfum stendur, efnir starfsfólk stjörnuathugunarstöðvarinnar
til sérstakra sýninga fyrir gesti á mánudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum (aðgangseyrir) og á sumrin líka á laugardögum.
Konunglegi
sjóliðsforingjaskólinn er við
King Williams Walk. Brautarstöð:
Surrey Docks. Lestarstöð: Maze
Hill. Themse-ferja: Greenwich Pier (á sumrin).
Opinn mánudaga til miðviku-daga og föstudaga til sunnudaga kl.
14:30-17:00. Aðgangur ókeypis.
Þeir,
sem heimsækja Greenwich, ættu ekki að sleppa því að skoða salinn
og kapelluna í Konunglega sjóliðsforingjaskólanum (fyrrum Greenwich
sjúkrahúsinu). Skólinn
stendur á söguleg-um stað, þar sem Játvarður I (1272-1307) lét
reisa sér höll, árið 1428 lét heretoginn af Gloucester reisa þarna
Placentia-höllina, sem Hinrik VII og aðrir þjóðhöfðingjar af
Tudor-kyni bjuggu. Hinrik
VIII fæddist þar, kvæntist Katrínu af Aragon og Önnu af Cleve og
undirritaði þar dauðadóm konu sinnar Önnu Boleyn.
Dætur hans, María I og Elísabet I, fæddust í þessari höll.
Játvarður VI dó þar. Á dögum Cromwells var höllin notuð
sem fangelsi.
John
Webb hóf byggingu nýrrar hallar árið 1664 fyrir Karl II.
Sir Christopher Wren lauk því verki á árunum 1696-98.
Þessi höll var síðan nýtt sem dvalarheimili og sjúkrahús
fyrir aldraða sjómenn.
Wren
fullgerði salinn (Painted Hall) í suðvesturbyggingunni (King William
Building) árið 1703. Sir
James thornhill bjó hann málverkum af Vilhjálmi konungi af Óraníu
og drottningu hans, Maríu, árið 1727 (af þeim er nafn salsins dregið).
Kapellan
í suðausturbyggingunni (Queen Mary Building) er líka frá dögum
Wrens. Ripley (1752) lauk
byggingu hennar og 'Athenian' Stuart (1789) endurbyggði hana eftir
bruna. Endurnýjun fór
fram árið 1955. Altaristaflan
er mynd af skipbroti Páls postula (Benjamín West).
Predikunar-stóllinn, lespúltið og skírnarfonturinn voru
skorin út í skipasmíðastöð sjóhersins í Deptford.
*GUILDHALL.
Ráðhús
City-hverfisins er við King Street, Cheapside, EC2.
Brautarstöðvar: Bank,
Mansion House. Opið mánudaga
til föstudaga 09:30-17:00. Aðgangur
ókeypis.
Ráðhúsið
er upprunalega frá árinu 1411, en það, sem stendur eftir af því,
eru hlutar út-veggja, stóri salurinn (Great Hall) og grafhvelfingin.
Guildhall skemmdist mikið í brunanum mikla árið 1666.
Það var gert við húsið og bætt við það næstu árin á
eftir, s.s. nýgotneska suðurhliðin árið 1789.
Árið 1940 skemmdist það aftur í loftárásum og aftur var
gert við það eftir stríð. Á
leiðinni um anddyrið inn í stóra salinn (50x16x29m) er skjaldarmerki
Lundúna með áletruninni „Domine dirige nos” (Drottin leið þú
oss). Í stóra salnum
kemur borgarráð saman þriðja hvern fimmtudag kl. 13:00 í fullum skrúða
og ræða borgarmálin fyrir opnum tjöldum.
Lögreglustjórar eru kosnir á Jóns-messudag og settir í embætti
við mikla athöfn á sviði, sem er sérstaklega ætlað slíkum viðburðum.
Opinberar
móttökur yfirborgarstjóra eru einungis ætlaðar gestum, sem hann
hefur boðið, og þá er ráðhúsið lokað almennum gestum í þrjá
daga fyrir og fjóra daga eftir móttökuathafnirnar.
Stóri
salurinn er skoðunarverður,
þótt þar séu engar athafnir. Tréþak
hans, sem skemmdist árið 1940, smíðaði Sir Giles Scott á ný og bætti
við steinbogum. Gangi fólk
sólarsinnis um salinn ber fyrir augu fána með skjaldarmerkjum hinna
12 stóru þjónustufyrirtækja ('Livery Companies') eða gilda:
Loðskinnasala, smávörukaupmanna, járnvörukaupmanna, vefara,
gullsmiða, vefnaðar-vörukaupmanna, smásala, kryddkaupmanna,
saltsala, vínsala, skraddara og fisksala.
Nöfn yfir-borgarstjóra Lundúna eru á gluggarúðunum.
Í
vesturenda salarins er minnismerki um konunglegu fótgönguliðana.
Í vesturhluta hússins eru aðalsýningarsalurinn og tónlistarsalurinn.
Eikarhandriðið og stytturnar af Gog og Magog prýða þessa hlið.
Við norðurvegginn eru styttur af Sir Winston Churchill, Nelson
aðmíráli, hertoganum af Wellington, william Pitt og eiginkonu
yfirborgarstjórans. Austurveggurinn
er klæddur listrænum eikarplötum.
Borgarfulltrúar sitja á sviðinu, þegar fundir borgarstjórnar
standa yfir. Við lok
hring-göngunnar er eikarborð með borgarsverðinu og veldissprota
borgarinnar og himinn yfir.
Undir
salnum er grafhýsi frá 15. öld, sem hægt er að fá að skoða.
Eftir að gert var við það að heimsstyrjöldinni lokinni er
þar varðveitt einhver fegursta krosshvelfing frá miðöldum í
London.
Austan
stóra salarins er listasafnið (Art Gallery) og bókasafnið.
Listasafnið
er frá 1886 í núverandi mynd.
Það var upprunalega stofnað árið 1670.
Þar eru skiptisýningar með verkum lista-manna borgarinnar.
Safnið er lokað á milli sýninga.
Bókasafnið
ætti enginn, sem hefur áhuga á sögu London, að láta fara fram hjá
sér. Þar er einstakt safn
prentaðra verka borgarinnar og rúmlega 14.000 bindi, sem fjalla um sögu
borgarinnar. Helztu verðmæti safnsins eru:
Frumprentanir ýmissa verka Shakespears, kort af London frá 1591
og þinglýst afsal með undirskrift Shakespears.
Bókasafnið er opið frá mánudögum til föstudaga kl.
09:30-17:00.
Klukkusafn
ráðhússins hýsir u.þ.b. 700 sýningargripi, sem ná yfir 500 ára sögu
klukk-unnar. Þetta
áhugaverða safn er opið frá mánudögum til föstudaga kl. 09:30-17:00.
Mynd: Tottenham Road.
A -
B - C -
D - E - F - G -
H - J - K -
L |