HAM
HOUSE
er
við Richmond í Surrey. Brautarstöð: Richmond.
Opið apríl - september þriðjudaga til sunnudaga kl.
14:00-18:00 og oktober til marz kl. 12:00-18:00 sömu daga.
Aðgangseyrir.
Ham
House er í stórum garði í grennd við Richmond.
Það er hluti af Viktoríu- og Albertssafninu og hýsir húsgögn
og húsmuni frá 17. öld.
Hið
upprunalega Ham House var fremur einfalt óðal Sir Christopher Vavasour, sem byggði
það (1610).
Um miðja 17. öld fékk Elísabet , greifafrú af Dysart, að
erfðum eftir föður sinn. Eftir
að hún giftist hertoganum af Lauderdale, ráðherra og vildarmanni
Karls II, lét hún stækka húsið á árunum 1673-75 í skrautlegum
barokstíl þess tíma. Til
verksins voru kallaðir þýzkir, hollenzkir og ítalskir listamenn.
Að lokinni þessari andlitslyftingu hússins var því líkt við
skrautlegustu híbýli konungsborins fólks.
Húsið er að mestu
leyti varðveitt óbreytt frá dögum Lauderdales og sýnir, ásamt garðinum,
í hvernig umhverfi aðallinn hrærðist á þessum tímum.
HAMPSTEAD
HEATH
Brautarstöð:
Hampstead. Hampsteadsheiði
er yndislegt svæði í Norður-London, vaxið skógarlundum og þakið
tjörnum. Þennan lystigarð
hefur fólk, ekki sízt listamenn, kunnað að meta um langan aldur.
Hæsti punktur hans liggur 145 m yfir sjó. Honum bregður oft fyrir í verkum listmálara, s.s. John
Constable. Í Old Hampstead
eru íbúðarhús listamannsins John Keats og hið fagurlega innréttaða
Fenton House (17. öld) skoðunarverð.
Skammt
austan Hampstead er kirkjugarðurinn Highgate Cemetary, þar sem Karl
Marx liggur grafinn.
**HAMPTON
COURT PALACE
er
í East Molesey, Surrey, 25 km suðvestan London.
Lestarstöð: Hampton
Court. Ferja leggur að við Hampton Court Bridge.
Opin: Garðurinn á
hverjum degi. Höllin:
Maí - september mánudaga til laugardaga 09:30-18:00 og
sunnudaga kl. 11:00-18:00; nóvember
til febrúar mánu-daga til laugardaga kl. 09:30-16:00 og sunnudaga kl.
14:00-16:00; marz og apríl
mánudaga til laugardaga kl. 09:30-17:00 og sunnudaga kl. 14:00-17:00.
Aðgangseyrir.
Hampton
Court er sögð vera fegursta og áhugaverðasta konungshöll landsins.
Hún er suðvestan London á norðurbakka Thamse og hlutar
hennar eru enn þá notaðir til að hýsa gesti drottningarinnar.
Hún
var byggð á árunum 1514-1520 sem einkaheimili Wolsey kardínála, sem
gaf hana Hinrik VIII síðar til að koma sér í mjúkinn hjá honum.
Á þessum tíma var 'Stóri salurinn' og fleiri viðbyggingar
reistar. Fimm hinna sex
drottninga Hinriks VIII bjuggu þar (allar nema Katrín af Aragon)
bjuggu þar. Sagt er, að
andar Jane Seymour, þriðju eiginkonunnar, og Catherine Howard, fimmtu
eiginkonunnar, séu þar enn þá á ferli.
Elísabetu I, drottningu, sem dvaldi gjarnan í Hampton Court, bárust
þangað féttirnar af sigrinum yfir (spænska) flotanum ósigrandi.
Karl I bjó þar líka oft, bæði sem konungur og sem fangi
Olivers Cromwells.
Vilhjálmur
III og María II gerðu verulegar breytingar á höllinni.
Vesturhliðin hélt Túdorstíl sínum en Christopher Wren endurnýjaði
austurálmuna í endurreisnarstíl.
Eftirtaldir staðir í höllinni eru opnir almenningi til skoðunar:
Klukknagarðurinn með sólúr frá dögum Hinriks VIII,
ríkissalirnir,
þar með talinn draugasalurinn, hallarkapellan og stóri salurinn með
hinu fagra bjálkalofti og glæstum veggteppum, eldhúsið, kjallarinn
og Túdortennisvöllurinn, sem er notaður enn þá.
Garðarnir
eru þess virði að ganga um þá:
Einkagarður konungs, Brunngarðurinn, Tudor- og Elísabetargarðurinn
(Hnútagarðurinn) og 'The Broadwalks and Wilderness'.
Garðarnir eru falleg-astir um miðjan maí, þegar gróður er
í fullum blóma.
Það
er líka gaman að líta inn í gróðurhúsin:
Efra gróðurhúsið er opið frá apríl til september og neðra
gróðurhúsið allt árið, bæði á sama tíma og höllin.
Í neðra gróðurhúsinu hangir eitt meistaraverka evrópskrar
listar, 'Sigur Sesars' eftir A Mantegnas.
Séu
börn með í ferð er upplagt að heimsækja völundarhúsið.
*HAYWARD
ART GALLERY
er á South Bank,
SE1. Brautarstöð: Waterloo.
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-20:00, föstudaga og
laugardaga kl. 10:00-18:00 og sunnudaga kl. 12:00-18:00.
Þetta
listasafn er hluti hinnar nýju menningarmiðstöðvar á suðurbakka Thamse og útlit þess gefur gestum til
kynna, hvað býr innandyra,
nefnilega nútímalist. Húsið
var byggt í framtíðarstíl (New Stile) árið 1968 og skiptist
eiginlega í tvær einingar. Fullkominn
tæknibúnaður er notaður til að skapa birtu og byggingarstíll hússins
gerir sýningaraðstöðuna frábæra.
Ekkert herbergja er jafn-stórt og lofthæð er mismunandi og það
er hægt að breyta hlutföllum og stærð þeirra með skilrúmum.
Í þremur görðum er styttum komið haganlega fyrir.
Sýningarsalirnir eru
einkum notaðir til að sýna nútímamálverk Tatelistasafnsins, sem
komast ekki fyrir þar vegna skorts á húsrými.
Auk þess er þar komið fyrir innlendum og erlendum
skiptisýningum. Yfirborgarstjórninni tókst með stofnun þessarar listamiðstöðvar
að gera þennan borgarhluta virkan í listalífi borgarinnar.
Auk Haywardlistasafnsins eru þar tónlistahallirnar Royal
Festival Hall og Queen Elizabeth Hall með Purcell-herberginu.,
kvikmyndahúsið The National Film Theatre með tveimur sýningarsölum
og Þjóðleikhúsið með þremur sölum.
HENDON
er
í Hendon NW9 5LL. Brautarstöð:
Colindale. Opið mánudaga
til laugardaga kl. 10:00-18:00 og sunnudaga kl. 14:00-18:00.
Aðgangseyrir.
Hendon
er paradís þeirra, sem hafa áhuga á þróun hernaðarsögunnar, þá
einkum flughersins. Í
safni konunglega flughersins eru a.m.k. 40 endursmíðaðar orrustuflugvélar
og sérstaklega er lýst þróun brezka flughersins.
Í næsta nágrenni er safn um sögu baráttunnar um Bretland í
síðari heimsstyrjöldinni. Þar
eru þýzkar, brezkar og ítalskar flugvélar, sem tóku þátt í stríðinu
við Bretlandseyjar árið 1940. Þar
er líka eftirmynd af stjórnstöð flughersins í Uxbridge.
Í sprengjuflugvélasafninu
eru nokkrar sjaldgæfar flugvélar, t.d. DH9A, Vulcan, Lancaster og
Halifax. Þar er sérstök
sýning helguð Sir Arthur Harris og Sir Barnes Wallis, sem smíðaði
fyrstu stökksprengjuna.
HMS
BELFAST er
við Symons Whart, Vine Lane, Tooley Street, SE1 2JH.
Brautarstöðvar: London
Bridge, Monument og Tower Hill. Skipið
er opið gestum frá marz til oktober kl. 11:00-17:50 daglega og frá nóvember
til febrúar kl. 11:00-16:30 daglega.
Aðgangseyrir.
Þessi síðasti, stóri
tundurspillir konunglega sjóhersins var tekinn í notkun árið 1938.
Nokkrum mánuðum síðar skemmdist hann verulega á Firth of
Forth, þegar hann sigldi á þýzkt tundurdufl.
Hann komst ekki í gagnið aftur fyrr en í nóvember 1942 og
gegndi veigamiklu hlutverki við vernd skipalestanna, sem sigldu til
Rússlands,
og í orrustunni við Norðurhöfða í Noregi í desember 1943, sem
endaði með því, að risaskipið „Sharnhorst” sökk. Í júní 1944 var HMS Belfast í verndarflotanum við innrásina
í Evrópu á D-degi. Eftir
síðari heimsstyrjöldina þjónaði tundurspillirinn á höfum
Austurlanda fjær. Árið
1963 var því lagt og var opnað sem safnskip fyrir fáum árum.
HORNIMAN
MUSEUM AND LIBRARY
er
við London Road, Forest Hill, SE23 3PQ.
Lestarstöð: Forest
Hill. Opið mánudaga til
laugardaga kl. 10:30-18:00 og sunnudaga kl. 14:00-18:00.
Frederick
J. Horniman ánafnaði þjóð sinni safni hljóðfæra og dýrafræðisafni.
Hljóðfærasafnið
er mjög yfirgripsmikið, einkum eru blásturs- og strengjahljóðfæri
áberandi. Sérstök fræðsla
er um tónlistarsöguna og smíði hljóðfæra.
Dýrafræðisafnið nær
yfir allt svið þróunarinnar, frá frumdýrum til skordýra, skriðdýra,
fugla og spendýra.
HORSE
GUARDS
er
í Whitehall, SW1. Brautarstöðvar:
Embankment, Charing Cross. Vaktaskipti
mánudaga til laugardaga kl. 11:00 og sunnudaga kl. 10:00.
Nafnakall kl. 16:00.
William
Kent lét reisa formfagurt hús árið 1753, sem fékk nafnið Horse
Guards. Það stendur við
torgið, þar sem vakthúsið við gömlu Whitehallhöllina stóð.
Nú nýta ríkisstjórnir það fyrir ýmiss konar starfsemi.
Riddaraherdeildin
er samansett úr tveimur aðskildum deildum, lífvörðunum í
skarlatrauðum frökkum með hvíta fjaðurbrúska á hjálmum. og hinum
bláu og konunglegu í bláum frökkum með rauðar fjaðrir á hjálmum.
Lífvörðurinn á rætur sínar að rekja til gömlu riddaranna,
sem voru líf-verðir Karls I í borgarastyrjöldinni, og hinir 'bláu'
og 'konunglegu' rekja uppruna sinn til riddara Cromwells.
Vaktaskiptin
kl. 11:00 á hverjum degi nema sunnudaga, þegar mikil skrúðganga á sér
stað kl. 10:00, eru skemmtileg sýning fyrir ferðamenn.
Herdeildin
á samastað í Hyde Park-herstöðinni í Knightsbridge og þess er gætt,
að nýja vaktin ríði þennan 1½ km spöl til Whitehall samtímis
vaktaskiptum fótgönguliðsins við Buckinghamhöll.
Í
júní fer fram skrautleg athöfn („Trooping the Colour”) á æfingarsvæði
riddaranna við Horse Guards á afmælisdegi drottningarinnar.
HYDE
PARK.
Brautarstöðvar:
Hyde Park Corner, Marble Arch, Lancaster Gate. Hyde Park og
Kensington-lystigarðarnir eru stærstu grænu svæðin í Lundúnum (rúmlega
2 km frá austri til vesturs og 900 m breitt).
Westminster Abbey átti garðinn upprunalega, en Hinrik VIII gerði
hann að veiðilendum árið 1536.
Karl I opnaði garðinn almenningi árið 1635.
Drottning Georgs II, Karólína af Ansbach, lét gera hlykkjóttu
tjörnina árið 1730, þar sem hægt er að sigla, synda og skoða
fuglalífið. Norðan
tjarnarinnar er fuglagarður með styttu eftir Epstein.
Sunnan hans er veitingastaður og fallegur baðstaður.
Decimus Burton (1828) gerði þriggja boga hliðið, aðal-inngang
garðsins, við Hyde Park Corner. Bogarnir
eru skreyttir lágmyndum, sem eru eftirmyndir af Parthenon.
Rétt hjá bogunum er stytta af Akkílesi, sem Westmacott reisti
til heiðurs hertoganum af Wellington árið 1822.
Hún er gerð úr fallbyssukúlum, sem járnhertoginn tók
herfangi. Þessi stytta er eftirmynd af styttu í Quirinal í Róm.
Skammt frá henni er tónlistarlaufskálinn, þar sem tónlistar-menn
leika á sunnudögum á sumrin.
Frá Hyde Park Corner
liggja þrír stígar gegnum garðinn.
Vinstri stígurinn ('The Carriage Road') liggur að
Albertsminnismerkinu. Hægri
stígurinn ('East Carriage Road) liggur að Marmaraboganum (Marble Arch)
og Ræðumannshorninu (Speakers Corner).
Miðstígurinn ('Rotten Row', líklega afbökun á frönsku orðunum
'Route de Roi') er 1600 m langur og ætlaður fólki á hestbaki.
HYDE
PARK CORNER. Brautarstöð:
Hyde Park Corner. Á
Hyde Park Corner er sigurbogi Wellingtons ('Wellington's Arch') til
minningar um sigurinn yfir Napóleon við Waterloo.
Ofan á boganum er fereyki úr bronzi, tákn friðarins.
Bronzstytta af hertoganum á hestbaki snýr að Apsley House
(Wellingtonsafnið), þar sem hann bjó. Á hornum styttunnar eru fjórar smástyttur af enskum fótgönguliðsmanni,
skozkum Hálendingi, velskri skyttu og norðurírskum drekariddara.
Tvö önnur stríðsminnismerki
eru á Hyde Park Corner, stórskotaliðsminnismerkið frá 1928 ('Royal
Artillery War Memorial') til heiðurs þeim, sem féllu fyrstir af því
liði í fyrri heimsstyrjöldinni, og minnismerki um vélbyssuherdeildirnar
('Machine Gun Corps Memoria') frá 1927 með styttu af Davíð konungi
úr gamla testamentinu.
Mynd: Roundhouse Pub.
A -
B - C -
D - E - F - G -
H - J - K -
L |