Súdan
er ríki í Norðaustur-Afríki, 966.757 km² að flatarmáli og stærsta
land Afríku (8%). Norðurlandamærin
liggja að Egyptalandi, í austri er Rauðahafið og Eþíópía, Kenja,
Uganda og Zaire í suðri, Miðafríkulýðveldið og Chad í vestri og Líbýa
í norðvestri. Höfuðborgin
Khartoum er í norðurhluta landsins við ármót Bláu- og Hvítu-Nílar.
Nafnið er komið úr arabísku, „bilad as-Sudan”, sem þýðir
Land hinna svörtu.
Arabískir
landfræðingar fyrri alda notuðu þetta orðasamband yfir öll lönd
sunnan Sahara eyðimerkurinnar. |