Omdurman
stendur andspænis Khartoum við ármót Bláu- og Hvítu-Nílar. Borgin er
miðstöð landbúnaðarhéraðanna í kring og þar er markaður með baðmull,
korn og handiðnað. Árið 1898 biðu liðsmenn trúarleiðtogans Abd Allah
algeran ósigur í borginni fyrir brezk-egypzkum hersveitum undir stjórn
Kitchener lávarðs. Áætlaður íbúafjöldi 1993 var 229 þúsund.