Port Súdan við
Rauðahaf er eina hafnarborg Súdan og um hana fer langmestur hluti inn-
og útflutnings landsmanna. Um hana fer mikið af baðmull frá frjósömum
Efri-Nílardalnum og nautgripir, sauðfé, gærur, arabískt gúmmí o.fl.
Borgin var stofnuð árið 1906 til að taka við af Suakin, sem var ekki
lengur nýtileg vegna stækkandi kóralrifja úti fyrir ströndinni.
Áætlaður íbúafjöldi 1993 var rúmlega 305 þúsund. |