Kenja,

NÆRÓBÍ MOMBASA   Meira

KENJA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of Kenya

Kenja er 582.644 km² að flatarmáli og þar af þekja stöðuvötn 13.600 km².  Íbúafjöldinn voru u.þ.b 26 milljónir 1996 og þar af bjuggu 1,5 m. í Nairobi.  Tungumálin eru kiswahili og enska. Trúarbrögð:  30% hallast að trú forfeðranna, andatrú, en 60% eru kristin og 10% aðhyllast islam.  Höfuðborgin er Næróbí.

Hæð landsins nær allt frá sjávarmáli upp í 5.200 m.  Breytileiki hita, úrkomu og rakastigs er gífurlegur.  Loftslaginu er í grófum dráttum skipt eftir helztu landslagssvæðunum.


Sigdalurinn mikli og miðhálendið:  Loftslagið á þessu svæði líkist einna helzt svissnesku sumri, ferskt og örvandi.  Það er temprað í misgenginu og norrænt á jöklum Kilimanjaro.
Næróbí er í 1661 m hæð.

Úrkoman í júlí er 20 mm að meðaltali.  Hámarksúrkoman, 750 - 1000 mm, fellur aðallega á tímabilunum marz til maí og oktober til desember.  Sólskin er mest í febrúar, 9½ klst., og minnst í apríl, 5 klst.  Lágmarkshiti er 10 - 14°C og hámarkshiti er 22 - 26°C.

Enska er kennd í skólum um allt land, svo að það er hægt að bjarga sér hvar sem er.  Í strandhéruðunum hafa margir innfæddir lagt á sig að læra þýzku, frönsku og ítölsku vegna þess, hve margir ferðamenn koma frá þessum löndum.

Kenja er meðal fremstu útflytjenda á gæðakaffi, tei og ananas.  Mikið er flutt út af landbúnaðarvörum, blómum, sísal o.fl.

Ferðaþjónustan er mikilvæg til öflunar erlends gjaldeyris.

Verzlun, banka- og tryggingastarfsemi og samgöngur skipa líka veigamikinn sess í efnahagslífinu.

AÐVÖRUN!
Næróbí er hættuleg borg.  Svæðin kringum River Road og Uhuru-almenningsgarðinn eru fræg fyrir líkamsárásir allan sólarhringinn.  Svipað gerist einnig í Mombasa, einkum á ströndunum.  Leiti fólk til lögreglunnar, gerist ekkert nema gegn mútugreiðslum.  Ferðamenn á leiðinni milli Isiolo í Kenja og Eþíópíu verða að ferðast í fjölmennum hópum undir vernd vopnaðra varða vegna hættu á árásum ræningja.  Ræningjahópar eru einnig að verki í grennd við Lamu og í norðvestur- og norðausturhlutum landsins.  Bezt er að leita upplýsinga á staðnum, því aðstæður eru síbreytilegar.

AMBOSELI- og TSAVO-ÞJÓÐGARÐAR
FJALLAÞJÓÐGARÐARNIR
MAASAI MARA
SIGDALURINN MIKLI
STRANDLENGJAN

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM