Líkt
og aðrir Norðurlandabúar, risu Svíar úr öskustó fáfræði og fátæktar
og skipuðu sér í flokk ríkustu og þróuðustu ríkja heims á undraskömmum
tíma eftir iðnbyltinguna. Fyrrum
voru þeir herskáir landvinningamenn en hafa fylkt sér með hlutlausum ríkjum
með eigin her, þótt þeir standi frammi fyrir hernaðarlegum
skuldbindingum við Evrópusambandið. Friður
hefur ríkt í landinu síðan 1814 og eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar hefur áherzlan verið lögð á hlutleysi í stríði
og friði í utanríkisstefni landsins.
Landinu
er skipt í þrjá hluta samkvæmt gamalli hefð:
Fjall- og skólendur norðurhlutinn er kallaður Norrland, miðhlutinn,
með láglendi austantil og hálendi vestantil, er kallaður Svealand og suðurhlutinn með hálöndum Smålands
og Skáni er kallaður Gautaland. Lappland í norðri nær yfir hluta Norrlands og Norður-Finnlands.
Íbúar
Svíþjóðar búa við þingbundna konungsstjórn með þingi, sem
starfar í einni deild. Þjóðhöfðinginn
er konungur eða drottning og forsætisráðherra leiðir ríkisstjórn. Höfuðborgin er Stokkhólmur, tungan er sænska og opinbera
kirkjan er þjóðkirkjan (lútersk).
Gjaldmiðillinn er sænsk krona.
Heildarflatarmál landsins er 449.964 km². Áætlaður íbúafjöldi árið 2000 var u.þ.b. 8,9 milljónir
og u.þ.b. 22 búa á hverjum km² (83% í þéttbýli og 17% í dreifbýli;
49,4% karlar og 50,6% konur). Aldurskipting:
Undir 15 ára aldri 18,8%, 15-74 ára 65,6% og eldri en 80 ára
8,6%. Svíar eru í
meirihluta, 89,3%, Finnar 2,3%, Júgóslavar 0,8%, Íranar 0,6%, Bosníuserbar
0,5% og aðrir 6,5%. Fylgjendur
þjóðkirkjunnar eru 86,1%, katólskir 1,9%, gyðingar 1% og aðrir
11,0%. Helztu borgir eru: Stokkhólmur (720 þús.), Gautaborg (455 þús.), Malmö
(249 þús.), Uppsala (185 þús.) og Linköping (132 þús.).
Fæðingartíðni er u.þ.b. 11:1000 (heimsmeðaltal: 25:1000).
Hjónabandsbörn eru 47%. Dánartíðni
10,6:1000 (heimsmeðaltal: 9,3:1000).
Íbúafjölgun 0,2:1000 (heimsmeðaltal:
15,7:1000). Hjónabandstíðni
3,4:1000 og skilnaðatíðni 2,4:1000.
Lífslíkur við fæðingu:
Karlmenn 75,6 ár og konur 81 ár.
Helztu dánarorsakir miðað við 1000 íbúa:
hjartasjúkdómar 429, krabbamein 230 og heilablæðing 114. |