Svíþjóð sagan,
Sweden: Flag


SVÍÞJÓÐ
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

1.-5. öld  Fyrstu heimildir um byggð í landinu segja frá forfeðrum Finna þar.  Germanar streymdu að úr suðri og vestri og komust alla leið að ströndum Finnlands.

Um 500 
Þjóðflokkar.  Skánn var byggður Dönum.  Norðar voru gotar, sem auðguðust af viðskiptum við Dani og fleiri þjóðflokka í suðri.  Þeirra svæði leið af fólksfæð vegna þess, hve margir fluttu brott.  Svíar bjuggu við Mälerenvatnið og í Upplöndum.  Þeir stunduðu ábatasaman landbúnað og bjuggu við strangt stjórnarfar.

6.-8. öld  Valdabarátta.  Svíar náðu valdi á landi gota.  Lokaorrustan milli þessara tveggja þjóðflokka varð árið 750.  Svíar kölluðu ríki sitt Svearike.

8.-11. öld  Víkingatíminn.  Sænskir víkingingar herjuðu á ströndum Eystrasalts og sigldu langt upp eftir ánum inn í Austur-Evrópu.  Þar stofnuðu þeir mörg ríki, hið fyrsta við Ilmenvatn og höfuðborgina Hólmgarð, sem síðar varð Novgorod.  Síðar stofnuðu þeir Kænugarð (Kiev).  Þessir víkingar og reyndar Íslendingar, sem tóku þátt í þessum herferðum, komust alla leið til Konstantínópel, þar sem þeir voru nefndir Væringjar í líffverði keisarans þar.

12.-13. öld  Kristnitakan í Svíþjóð.  Heilagur Ansgar boðaði kristni á Björkö í Mälerenvatni í Birka í kringum 830.  Um þær mundir var Birka mesta verzlunarborg Svíþjóðar.  Ólafur Eiríksson, konungur, lét skírast árið 1008.  Árið 1164 fékk Svíþjóð eiginn erkibiskup.

Svíþjóð fyrir sameiningartímann
10.-12. öld  Fyrri hluti konungsdæmisins.  Konungur var kjörinn í norðurhluta landsins og varð síðan að leita hylli folks í öðrum landshlutum.  Þessi för var kölluð:  „Að ríða Eiríksgötuna”.  Aðallinn umhverfis konungana hélt völdum sínum.

1150-60  Eiríkur IX hinn heilagi konungur í Uppsala.  Hann fór í svokallaða krossferð til Suður-Finnlands til að binda endi á árásir Finna.  Það varð upphaf sænskra yfirráða á þessu svæði.

1250-1363  Fólkungaættin tryggði veldi Svía og náði öllu Finnlandi undir þá.

1250-66  Birgir jarl við völd.  Hann styrkti innra öryggi landsins með friðarlögunum, víggirti Stokkhólm gegn árásum Finna 1255 og efldi verzlun með því að veita Hansakaupmönnum veruleg forréttindi.

1275-90  Magnús I Ladulås verndaði bændur og borgara landsins gegn árásum aðalsins.  Í kringum 1280 hófst námuvinnsla Svía í Falun með aðstoð námumanna frá Harz.  Forréttindi Þjóðverja í landinu urðu þjóðerniskennd Svía hættuleg og ollu almennu hatri.

Sambandstíminn
Svíþjóð batzt Noregi og Danmörku oft persónulegum samböndum á tímabilinu 1319-1523.  Samböndin við Danmörku voru þó meira í líkingu við dönsk yfirráð, sem Svíar börðust stöðugt gegn.

1319-63  Magnús II Eiríksson af Fólkungaætt var líka konungur Noregs til 1343.  Árið 1350 voru sett almenn lög um landréttindi, sem ógiltu fyrri lög.  Árið 1360 fengu Danir yfirráð yfir Skáni og 1361 yfir  Ölandi og Gotlandi.  Magnús var settur af.

1363-89  Albrecht III konungur.  Aðallinn efldist að völdum.

1389-1412  Margrét, dóttir Valdimars IV Danakonungs, varð þjóðhöfðingi.  Kalmarsambandið 1397.  Hún var var sterkur valdhafi og dró verulega úr áhrifum aðalsins.

1433-1523  Andstaða gegn konungum Kalmarsambandsins og fulltrúum þeirra, sem voru ævinlega Dönum hliðhollir, jókst stöðugt í Svíþjóð.  Þessi þróun leiddi hægt og bítandi til sjálfstæðis þjóðarinnar.

1433-36  gerðu bændur uppreisn undir forystu námaeigandans Engelbrekts Engelbrektssonar.

1448-70  var Karl VIII Knútsson konungur í Svíþjóð í trássi við Kalmarsambandið.

1470-1503  var Sten Sture eldri ríkisstjóri í Svíþjóð.  Hann sigraði Kristján I í orrustunni við Brunkeberg árið 1471.  Árið 1477 var Uppsalaháskóli stofnaður.

1520  Blóðbaðið í Stokkhólmi.  Kristján II Danakonungur sigraði sænska ríkisstjórann Sten Sture yngri og lét taka 82 fyrirmenn af lífi í Stokkhólmi.

Svíþjóð sem stórveldi / Siðbótin

1523-60  Gústaf I Vasa hrakti Dani markvisst frá Svíþjóð frá árinu 1521, þegar uppreisn hófst gegn þeim í Dölunum og var kjörinn konungur árið 1523.  Hann greiddi götu siðbótarinnar árið 1527.  Þátttaka hans í deilum og skærum milli greifanna (1534-36) braut hann Hansaveldið á bak aftur í landinu og gerði Svíþjóð að erfðaeinveldi árið 1544.

1560-1611  Sonum Gústafs tókst illa upp við landstjórnina þar til hinn yngsti, Karl IX (1599-1611) náði tökum á henni og styrkti innviði landsins.

1611-32  Gústaf II Adolf lauk styrjöldum, sem faðir hans hafði byrjað við Rússa, Ingermanland (1617) og Pólland.  Pólland varð að láta Lífland af hendi.  Hann stjórnskipulagið og efldi verzlun og viðskipti.

1630  Gústaf II Adolf blandaði sænska hernum í Þrjátíu ára stríðið að undirlagi mótmælendafursta í Þýzkalandi og féll í orrustunni við Lützen eftir frækilegan sigur.

1632-54  Kristín, dóttir Gústafs II Adolfs, tók við völdum.  Axel Oxenstjerna kanslari leiddi ríkisstjórnina.  Hershöfðingjarnir Gustaf Horn, Johann Banér og Lennart Torstensson stjórnuðu her Svía áfram í Þrjátíu ára stríðinu með góðum árangri.  Árið 1645 urðu Danir að láta Jämtland, Gotland og önnur svæði af hendi.  Við samningana í lok stríðsins fengu Svíar m.a. furstadæmin Bremen og Verden auk Neuvorpommern, Stettin og Rügen.

1654-60  Karl X Gústaf af Pfalz-Zweibrücken, frændi Kristínar stríddi við Pólverja og Dani, sem leiddi til loka yfirráða Dana á Skáni, Hallandi og víðar.  Markmið hans var að gera Svía ráðandi meðfram Eystrasalti öllu.

1660-94  Karl XI, sonur Karls IX varð konungur fjögurra ára.  Póllandskonungur afsalaði sér öllum kröfum til Svíþjóðar í friðarsamningum í Oliva 1660.  Árið 1668 var háskólinn í Lundi stofnaður. Karl X veitti Frökkum (Lúðvík XIV) lið gegn Hollandi, Englandi og Brandenburg.  Sænski herinn beið ósigur í orrustu gegn Brandenburg við Fehrbellin.  Þessi ósigur kostaði Svía ekkert í löndum.  Í skjóli almennrar óánægju með óstjórn aðalsins á landareignum, tók konungur krúnulénin undan þeim og gerði sjálfan sig næstum alráðan með lögum.

1697-1718  Karl XII stóð af sér allar árásir fjanda sinna, Dana, Pólverja og Rússa (við Narwa árið 1700) og færði ófriðinn frá Svíþjóð til landa þeirra.  Í ævintýralegri herför sinni inn í Úkraínu beið hann afgerandi ósigur við Poltawa 1709.  Þaðan flúði hann til Tyrklands.  Þaðan reið hann með tveimur tryggðarmönnum sínum á 16 dögum til Stralsund.  Árið 1718 féll hann í orrustu við Fredrikssten í Noregi.  Við andlát hans lauk stuttu alræðisvaldi konungs í Svíþjóð.

Stjórnarskrá og hlutleysi.
Svonefnt sjálfstæðisskeið.  Eftir ófarirnar varð Svíþjóð að afsala sér
Eystrasaltshéruðunum, Bremen, Verden og Vorpommern á árunum 1719-21 og þar með rýrnaði staða landsins sem stórveldis í Evrópu.  Svíþjóð náði sér fljótlega aftur á strik í viðskiptum.  Aðallinn dró úr veldi konunganna, sem voru af Holstein-Gottorpætt á árunum 1751-1818.  Hattarar drógu Svía inn í Sjö ára stríðið.

1771-92  Gústaf III braut veldi aðalsins á bak aftur með stjórnlagarofi árið 1772 og ríkti í anda hinna upplýstu einvalda.  Hann bannaði pyntingar, innleiddi ritfrelsi og kom skipulagi á myntsláttu.  Aðallinn gerði samsæri gegn honum og lét myrða hann á grímuballi árið 1792.

1792-1809  Gústaf IV Adolf blandaði Svíþjóð af eigin hvötum í Napóleonsstyrjaldirnar og missti Pommern 1807 og Finnland 1809.  Hann var settur af.

1809-18  Karl XIII.  Þar eð Karl, frændi Gústafs IV, var aldraður og barnlaus, kaus þingið franska marskálkinn Jean Baptiste Bernadotte til konungserfða.  Konungur ættleiddi hann og hann tók sér nafnið Karl Johann.  Árið 1813 leiddi hann sænska herinn gegn Napóleoni.  Í friðarsamningunum í Kiel þvingaði hann Dani til að láta Noreg af hendi en þeir fengu Sænska-Pommern í staðinn.

1814-1905  Sambandið við Noreg.  Konungar á þessu tímabili voru:  Karl IV Johann (Bernadotte; 1818-44), Óskar I (1844-59), Karl XV (1859-72) og Óskar II (1872-1907).  Svíar tóku ekki þátt í ófriði í Evrópu á þessu tímabili og samþykktu nýja stjórnarskrá árið 1865.  Viðskipti og menning efldust, iðnvæðing jókst og félagslega kerfið þróaðist.  Fyrsta vinnuverndarlöggjöfin var samþykkt 1889 og flokkur sósíaldemókrata var stofnaður.  Vísindamaðurinn Alfred Nobel stofnaði Nóbelsjóðinn 1895.  Vaxandi þjóðernisvakning í Noregi endurlífgaði gamlar væringar milli landanna.  Óskar II sagði af sér sem konungur Noregs árið 1905 og rauf sambandið við Noreg.

20. öldin  Hlutleysi Svía.  Konungar á þessu tímabili voru:  Gústaf V (1907-50), Gústaf VI Adolf (1950-73) og Karl XVI Gústaf (1973-).  Svíum tókst að halda hlutleysi sínu í báðum heimsstyrjöldunum, þrátt fyrir margs konar erfiðleika.  Sænski rauði krossinn var virkur undir stjórn Folke Bernadotte greifa (1895-1948).  Stjórnarskráin var gerð lýðræðislengri.  Félagslegar aðstæður bötnuðu stöðugt og við það jukust fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins gífurlega.

1946  Svíþjóð varð aðili að Sameinuðu þjóðunum.

1949  varð Svíþjóð aðili að Evrópuráðinu.

1951 tóku Svíar þátt í stofnun Norðurlandaráðs.

1958  Norræna toll- og vegabréfasambandið.

1960  voru Svíar meðal stofnenda Evrópska fríverzlunarsambandsins EFTA.

1973  Barnabarn Gústafs VI Adolfs, Karl XVI Gústaf, tók við völdum.  Fríverzlunarsamningur við Evrópubandalagið.

1974  Ný stjórnarskrá.  Frá 1. jan. 1975 voru völd konungs skert verulega.

1976  Lög um atkvæðisrétt launþega í fyrirtækjum.  Í þingkosningunum sigruðu borgaraflokkarnir eftir 44 ára stjórn sósíaldemókrata.

1977  Fæddist prinsessan Viktoría Ingrid Alice Desirée.  Lögum frá 1810 um konungserfðir í karllegg breytt.

1979  Borgaraflokkarnir fengu nauman meirihluta í kosningum.  Þorbjörn Fälldin, formaður Miðflokksins, myndaði samsteypustjórn 11. okt.  Lög um konungserfðir:  Fyrsta barn skal taka við konungdómi.

1980  Viktoría prinsessa fékk titilinn hertogynja af Vestur-Gautlandi sem ríkisarfi.  Þingið ákvað með 58,1% meirihluta að halda áfram byggingu kjarnorkuvera (hámark 12 kjarnakljúfa).  Alvarleg verkföll.

1981  Íhaldsflokkurinn hætti þátttöku í ríkisstjórn og Þorbjörn myndaði minnihlutastjórn í lok maí.  Kreppu í viðskiptalífinu linnti og verðbólga minnkaði.  Zarah Leander, 74 ára leikkona, dó í Stokkhólmi 23. júní.  Rússneski kafbáturinn U-137 strandaði í sænska skerjagarðinum fyrir utan herskipahöfnina Karlskrona.  Þessi atburður olli hnökrum í stjórnmálalegum viðskiptum landanna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM