Svíþjóð
er þingbundið konungsríki og stjórnarskráin frá 1975, sem tók við
af stjórnarskrárlögum frá 1806 og breytingum 1866, er í gildi.
Hún kveður skirt á um valdaleysi konungs í stjórn landsins.
Hann er æðsti maður ríkisins, sem gegnir aðeins hlutverki við
hátíðleg tækifæri en stýrir ekki lengur fundum ríkisráðs.
Erfðir í kvenlegg voru samþykktar með lögum frá 1980.
Framkvæmdavaldið
er í höndum ráðherra, sem eru ábyrgir fyrir löggjafarþinginu,
Riksdag. Margar nefndir
starfa að eftirliti með ríkisstofnunum, sem heyra oftast beint undir
viðkomandi ráðherra, þótt þær starfi sjálfstætt.
Löggjafarvaldið
er í höndum þingsins. Árið 1971 var þingið sameinað í eina Deild með 350 þingmönnum.
Við stjórnarskrárbreytinguna 1975 var þeim fækkað í 349. Þeir eru kosnir til þriggja ára í senn í
hlutfallskosningum. Kosningaaldur
er 18 ár.
Dómsvaldið
er í höndum sjálfstæðra dómstóla, hæstaréttar, sex áfrýjunardómstóla
og héraðs- og borgardóma. Hæstiréttur
er æðsta dómstigið og hann leyfir kynningu nýrra gagna í málum.
Áfrýjunarréttirnir gegna m.a. eftirlitshlutverki með dómskerfinu
og þjálfun dómara. Héraðs-
og borgardómar eru fyrsta dómstigið, oft með 3-5 leikmönnum í dómarasætum.
Kviðdómar eru einungis notaðir í meinyrðamálum gegn fjölmiðlum.
Svíar
voru upphafsmenn að embætti umboðsmanns þingsins, sem almenningur
getur leitað til með kvartanir sínar gegn kerfinu eða tekið upp mál,
sem honum þykir ástæða til. Þingið
skipar umboðsmenn til fjögurra ára í senn.
Lénstjórnir.
Ríkisstjórnir skipa stjórnir í öllum 24 lénum landsins í
samræmi við niðurstöður almennra kosninga.
Borgir og héruð í lénunum hafa sveitarstjórnir, sem eru
kosnar í almennum kosningum.
Stjórnmálaflokkar. Verkamannaflokkurinn hefur löngum borið ægishjálm yfir aðra
flokka landsins og stjórnað næstum óslitið eftir 1930 (ekki 1976-82
og 1991-94). Hann hefur oft
haft samstarf við hófsama miðju- og hægri flokka, m.a. Frjálslynda
flokknum og Miðflokknum, gegn höfuðandstæðingnum, Sósíaldemókrötum.
Meðal annarra smáflokka eru Kristnir demókratar, Græningjar,
Nýji lýðveldisflokkurinn og vinstri flokkar.
Einnig starfa tveir flokkar hægri öfgamanna.
Heilbrigðismál
og félagslega kerfið. Víða um heim er vitnað til hins þróaða félagslega
kerfis í Svíþjóð. Allir
borgarar landsins njóta ellilífeyris, tryggingarkerfis, atvinnuleysis-
og örorkubóta. Einnig eru
greiddar barnabætur, giftingarstyrkir, mæðralaun, fæðringarorlof
karla og kvenna, orlof einstæðra mæðra og barna þeirra, félagslegar
íbúðir o.fl. Hið víðtæka félagslega kerfi er dýrt í rekstri
og skattar eru því hair. Dregið
var úr útgjöldum þess snemma á tíunda áratugnum vegna efnahagslægðar.
Hermál. Yfirstjórn hermála er í höndum æðsta hershöfðingja
landsins og starfsfólks hans. Herskylda
er allt að 15 mánuðir fyrir karlmenn á aldrinum 18-47 ára. Heimavarnarliðið (125.000) er sjálfboðalið, sem var
stofnað til í síðari heimsstyrjöldinni og er hægt að kveðja til
með tveggja klukkustunda fyrirvara.
Árið 1996 voru 45.000 manns í landhernum, 9000 manns í sjóhernum
og 9000 í flughernum. Flugherinn
ræður yfir 390 orrustuflugvélum.
Óróleika
hefur gætt í Samveldi sjálfstæðra þjóða (CIS), einkum í Rússlandi.
Því ákvað ríkisstjórn Svíþjóðar að auka útgjöld til
hermála árið 1997. Svíar
héldu fast við hlutleysisstefnu sína á dögum Kalda stríðsins en síðan
1989 hafa þeir lýst vilja sínum til samstarfs við Evrópuþjóðir
á sviðum öryggismála. |